Home Fréttir Í fréttum Undirbúa stólpa fyrir Ölfusárbrú

Undirbúa stólpa fyrir Ölfusárbrú

23
0
RÚV – Anna Lilja Þórisdóttir

Í gær var byrjað að flytja rannsóknarbúnað Vegagerðarinnar með pramma út í eyju í . Þar að rannsaka samsetningu jarðvegsins og hvernig hann hentar fyrir um 60 metra háa stólpann sem þar verður reistur.

<>

Vegagerðin kannar nú jarðveginn í Efri-Laugardælaeyju í Ölfusá, þar sem reisa á stólpa nýrrar Ölfusárbrúar. Framkvæmdir við brúna eru á áætlun.

Reyndar stóð til að fara fyrr út í eyna, en vegna mikillar vatnshæðar í Ölfusá þurfti að bíða með verkið. Búnaðurinn var fluttur á pramma og með honum á að rannssaka samsetningu jarðvegsins og hvernig hann hentar fyrir um 60 metra háa stólpann sem þar verður reistur.

RÚV / Anna Lilja Þórisdóttir

Höskuldur Tryggvason verkefnastjóri hjá framkvæmdadeild Vegagerðarinnar segir að framkvæmdir séu nokkurn veginn á tíma, en gangi áætlanir eftir verður opnað fyrir umferð um brúna árið 2028.

Heimild: Ruv.is