Home Fréttir Í fréttum Töluverðar fjárfestingar hjá Höfnum Norðurþings

Töluverðar fjárfestingar hjá Höfnum Norðurþings

12
0
Húsavík Mynd Hafþór Hreiðarsson

Á liðnu ári var lokið við framkvæmdir við Húsavíkurhöfn á nýrri flotbryggju fyrir hvalaskoðun, auk þess var sett upp tenderbryggja til að taka á móti farþegum skemmtiferðaskipa.

<>

Bókanir skemmtiferðaskipa fyrir árið 2025 eru með ágætum eins og fram hefur komið og betri en síðastliðið ár. Það er einstakt ánægjuefni að skemmtiferðarskip hafa bókað fjórar komur á Raufarhöfn næsta sumar.

Hafnir Norðurþings hafa lagt mikinn metnað í markaðsstarf í samstarfi við Húsavíkurstofu og vonir standa til að það skili enn meiri árangri þegar fram í sækir.

Töluverðar fjárfestingar eru fyrirhugaðar hjá Höfnum Norðurþings á árinu 2025. Má þar nefna kaup á dráttarbát til að þjónusta stærri skip og svokallaður Þvergarður í Húsavíkurhöfn verður lengdur um 50 metra, sem mun bæta þjónustu við sjávarútveginn og ferðaþjónustuna.

Heimild: Vikubladid.is