Home Fréttir Í fréttum Ný hæð á gistiheimilið

Ný hæð á gistiheimilið

12
0
Áform eru um að bæta við einni hæð ofan á húsið í miðjunni. mbl.is/sisi

Skipu­lags­full­trúi Reykja­vík­ur hef­ur tekið já­kvætt í ósk um að hækka húsið Grens­ás­veg 24 um eina hæð. Áformað er að reka gisti­heim­ili á efri hæðum húss­ins en at­vinnu­starf­semi verði á jarðhæð.

<>

Húsið á Grens­ás­vegi 24 er tví­lyft hús, byggt árið 1954 sam­kvæmt fast­eigna­skrá. Það er áfast hús­un­um á Grens­ás­vegi 22 og Grens­ás­vegi 26 sem eru þrílyft steypt hús og byggð sama ár. Eft­ir stækk­un verða því öll þrjú hús­in jafn­há.

Hús­in standa á mót­um Miklu­braut­ar og Grens­ás­veg­ar og eru áber­andi í borg­ar­lands­lag­inu. Í þess­um þrem­ur hús­um hef­ur marg­vís­leg starf­semi verið rek­in í gegn­um árin. Í miðju­hús­inu er í dag skráð gisti­heim­ilið Gu­est­hou­se Sum­mer­day.

Fram kem­ur í um­sögn verk­efna­stjóra skipu­lags­full­trúa að Grens­ás­veg­ur 24 er skil­greind­ur nærþjón­ustukjarni, Grens­ás­veg­ur (suður) við Miklu­braut, og stend­ur við aðal­götu.

Við aðal­göt­ur og í nærþjón­ustu­kjörn­um gildi rýmri heim­ild­ir land­notk­un­ar. Ekki er heim­ilt að breyta eldra versl­un­ar- og þjón­ustu­hús­næði á jarðhæð í gisti­stað.

Það er niðurstaða skipu­lags­full­trúa að ekki eru gerðar skipu­lags­leg­ar at­huga­semd­ir við hækk­un húss­ins á Grens­ás­vegi 24 sem og að klæða bæði Grens­ás­veg 24 og Grens­ás­veg 26 að utan með áli.

Þá eru ekki gerðar at­huga­semd­ir vegna rekst­urs gisti­heim­il­is með gistiaðstöðu fyr­ir 42 gesti á efri hæðum húss­ins.

Grennd­arkynna þarf bygg­ing­ar­leyfi þar sem ekk­ert deili­skipu­lag er í gildi.

Heimild: Mbl.is