Home Í fréttum Framkvæmdir í gangi Tæki flutt með pramma út í eyju

Tæki flutt með pramma út í eyju

32
0
Efri-Laugardælaeyja er í miðri Ölfusá. Reistur verður 60 metra hár turn þar og því er rannsókna þörf. Tölvumynd/Vegagerðin

Fram­kvæmd­ir vegna bygg­ing­ar nýrr­ar brú­ar yfir Ölfusá og færslu hring­veg­ar (1) út fyr­ir þétt­býlið á Sel­fossi hóf­ust seint á síðasta ári.

<>

Unnið hef­ur verið við jarðvegs­rann­sókn­ir fyr­ir und­ir­stöður brú­ar­inn­ar, aðstöðusköp­un og jarðvegs­skipti í veg­stæði hring­veg­ar aust­an ár­inn­ar, að því er fram kem­ur á vef Vega­gerðar­inn­ar.

Næst þegar veður leyf­ir verður tækja­búnaður flutt­ur á pramma yfir í Efri-Laug­ar­dæla­eyju vegna jarðvegs­rann­sókna sem þarf að fram­kvæma þar.

Einnig er áætlað að fljót­lega hefj­ist vinna við vegsker­ing­ar vest­an ár­inn­ar. Sú vinna hef­ur í för með sér að loka þarf göngu­stíg­um að skóg­rækt­inni. Unnið er að út­færslu hjá­leiðar fyr­ir gang­andi veg­far­end­ur nær ár­bakk­an­um, sem hægt verður að nota fyrst um sinn.

Nýja brú­in verður 330 metra löng og 19 metra breið stag­brú með 60 metra háum turni á Efri-Laug­ar­dæla­eyju. Hún mun leysa af gömlu brúna, en um 80 ár eru frá því að hún var byggð.

Dag­lega fara um 14.500 öku­tæki um Ölfusár­brú og býst Vega­gerðin við að um­ferðin auk­ist enn frek­ar með fjölg­un íbúa og ferðalanga. Auk um­ferðar mun nýja brú­in bera uppi lagn­ir veituaðila, raf­magn, ljós­leiðara, heitt vatn og kalt. Gert er ráð fyr­ir um­ferð bíla, gang­andi og hjólandi um brúna.

Nán­ari um­fjöll­un er að finna í Morg­un­blaðinu sem kom út fimmtu­dag­inn 16. janú­ar.

Heimild: Mbl.is