Home Fréttir Í fréttum Vestmannaeyjar: Góður gangur í framkvæmdum VSV

Vestmannaeyjar: Góður gangur í framkvæmdum VSV

179
0

Framkvæmdir við byggingu nýs uppsjávarfrystihúss ganga vel og eru samkvæmt áætlun. Eykt hf. byggingarverktakar hafa unnið við uppslátt á uppsjávarhúsi ásamt mótorhúsi og er uppsláttur langt kominn.  Stærsta límtré sem framleitt hefur verið hjá Límtré Vírnet ehf. er komið á sinn stað og gekk verkið vonum framar. Þess má geta að hver biti er 36 metrar að lengd og vegur um 6 tonn.

<>

Mikil vinna er framundan við uppsetningu á tækjum og búnaði við mótorhús og annast Kælismiðjan Frost uppsetningu. Tæki og búnaður er byrjaður að berast og var amoníakstankur hífður inn í liðinni viku. Þá var einnig klárað að steypa undir eimsvala og verða þeir hífðir á sinn stað í lok næstu viku. Áfram er unnið við jarðvinnu við mjölskemmu og fimmta hráefnistank og gengur það verk vel. Verkið er unnið af gröfuþjónustu Brinks.  Skipalyftan vinnur við að uppbyggingu á fjórða hráefnistank og er það verk að komast á gott skrið.