Home Í fréttum Framkvæmdir í gangi Framkvæmdir við borgarlínu hefjast á morgun

Framkvæmdir við borgarlínu hefjast á morgun

22
0
Framkvæmdir við landfyllingu fyrir Fossvogsbrú og þar með fyrstu framkvæmdir við borgarlínuverkefnið, hefjast á morgun. Teikning/Betri samgöngur

Fyrstu verk­legu fram­kvæmd­irn­ar við fyrsta áfanga borg­ar­línu hefjast á morg­un. Eru það fram­kvæmd­ir við land­fyll­ingu og sjóvarn­ir tengd­ar bygg­ingu Foss­vogs­brú­ar, en fram­kvæmd­irn­ar verða Kárs­nes­meg­in við vog­inn.

<>

Í síðustu viku var verk­samn­ing­ur milli Vega­gerðar­inn­ar og verk­taka­fyr­ir­tæk­is­ins Gröfu og grjóts und­ir­ritaður í kjöl­far útboðs í nóv­em­ber í fyrra.

Brú­in yfir Foss­vog verður fyr­ir gang­andi og hjólandi um­ferð, sem og borg­ar­línu­vagna. Teikn­ing/​Betri sam­göng­ur

Foss­vogs­brú­in er hluti af Sam­göngusátt­mál­an­um og er fyrsta stóra fram­kvæmd­in í borg­ar­línu­verk­efn­inu. Brú­in teng­ir sam­an vest­ur­hluta Kópa­vogs og Reykja­vík. Áætluð verklok eru 1. nóv­em­ber 2026 fyr­ir þenn­an hluta verks­ins en gert er ráð fyr­ir að Foss­vogs­brú verði til­bú­in um mitt ár 2028, seg­ir í til­kynn­ingu.

Nýr sam­gönguráðherra, Eyj­ólf­ur Ármanns­son, tek­ur fyrstu skóflu­stung­una ásamt borg­ar­stjóra Reykja­vík­ur, bæj­ar­stjóra Kópa­vogs, for­stjóra Vega­gerðar­inn­ar og fram­kvæmda­stjóra Betri sam­gangna.

Heimild: Mbl.is