Home Fréttir Í fréttum Hafna hugmyndum sviðsstjórans

Hafna hugmyndum sviðsstjórans

34
0
Rúmmál vöruhússins er margfalt miðað við það sem gert er ráð fyrir þegar byggingarmagn er metið út frá nýtingarhlutfalli. mbl.is/Sigurður Bogi

„Það stenst ekki skoðun að gagn­rýna hönn­un húss­ins við Árskóga 7 þegar tekið er til varna fyr­ir skipu­lags­mis­tök við Álfa­bakka 2,“ segja arki­tekt­arn­ir Aðal­heiður Atla­dótt­ir og Falk Krü­ger um um­mæli Ólaf­ar Örvars­dótt­ur sviðsstjóra hjá Reykja­vík­ur­borg í Spurs­mál­um Morg­un­blaðsins sl. föstu­dag.

<>

Í máli Ólaf­ar kom meðal ann­ars fram að leitað væri allra leiða til að leiðrétta mis­tök­in og jafn­vel að breyta hönn­un Bú­seta­húss­ins við Árskóga 7.

Aðal­heiður og Falk sem eru arki­tekt­ar húss­ins við Árskóga 7 segja að mikið sam­starf hafi átt sér stað við hönn­un húss­ins milli Bú­seta, Reykja­vík­ur­borg­ar og þeirra sem hönnuða.

Aðalheiður Atladóttir.

Sam­ræm­ist ekki aðal­skipu­lagi
„Við unn­um þetta í góðu sam­komu­lagi við borg­ina og breytt­um teikn­ing­um til þess að koma til móts við þarf­ir Fé­lags­bú­staða um stærðir íbúða í þeirra eigu. Verk­efnið sem við tók­um að okk­ur fyr­ir Bú­seta var að hanna 72 íbúðir við Árskóga miðað við deil­skipu­lag sem var í gildi 2015. Þá var gert ráð fyr­ir mun minna um­fangi á hús­inu við Álfa­bakka 2.“

Gamla skipu­lagið gerði ráð fyr­ir tveim­ur T-laga blokk­um, en þar sem áhersla Bú­seta var á fjölda lít­illa íbúða hafi komið bet­ur út að hanna hús­in í U-laga bygg­ing­ar þar sem fleiri íbúðir íbúðir myndu njóta sól­ar.

„Í sam­ráði við höf­und deil­skipu­lags­ins var skipu­lag­inu breytt með til­liti til þess að sem flest­ar íbúðirn­ar nytu birtu. Af þess­um 72 íbúðum eru fjór­ar íbúðir í hús­inu núm­er 7 sem snúa í norðvest­ur en njóta líka birtu úr suðaustri. Þær íbúðir nutu síðdeg­is­sól­ar áður en vegg­ur­inn reis.“

Þau benda á að vöru­húsið og starf­sem­in sem þar eigi að koma sam­ræm­ist ekki Aðal­skipu­lagi Reykja­vík­ur þar sem lóðin er á Miðsvæði þar sem gert sé ráð fyr­ir versl­un, skrif­stof­um, þjón­ustu, veit­inga­stöðum, gisti­hús­um og íbúðum.

„Í þessu húsi verður iðnaðar­starf­semi sem þjón­ar ekki borg­ar­hlut­an­um eins og aðal­skipu­lagið ger­ir ráð fyr­ir.“

Falk Krü­ger.

Eft­ir­litsaðilar brugðust
Aðal­heiður og Falk spyrja sig hvers vegna þetta hafi ekki verið stoppað hjá Skipu­lags­stofn­un sem hefði getað stöðvað þetta með at­huga­semd, hvers vegna grennd­arkynn­ing hafi ekki farið fram og hvers vegna aug­lýs­ing­in í Frétta­blaðinu, sem var fal­in, var ekki leiðrétt, ef um var að ræða mis­tök í upp­setn­ingu blaðsins.

Nán­ari um­fjöll­un er að finna í Morg­un­blaðinu í gær.

Heimild: Mbl.is