Home Í fréttum Framkvæmdir í gangi Íbúar uggandi vegna sprenginga

Íbúar uggandi vegna sprenginga

38
0
„Þetta veldur gríðarlegu ónæði fyrir íbúa,“ segir talsmaður Vina Vatnsendahvarfs um sprengingar við veginn. Morgunblaðið/Árni Sæberg

Íbúar í ná­grenni við Vatns­enda­hvarf lýsa ónæði af spreng­ing­um sem hafa orðið þar og segja þær jafn­ast á við stóra jarðskjálfta. Þær tengj­ast fram­kvæmd­um við Arn­ar­nes­veg þar sem verið er að losa stóra klöpp uppi á hæðinni.

<>

„Þetta kem­ur alltaf reglu­lega, eins og það séu bara stór­ir jarðskjálft­ar,“ seg­ir íbúi í Kleif­a­kór í sam­tali við Morg­un­blaðið. Hún lýs­ir því að mynd­ir á veggj­un­um hafi titrað þegar stór spreng­ing varð á föstu­dag. „Það hrist­ist allt.“

Íbúi við Jaka­sel, hinum meg­in við hæðina, lýs­ir spreng­ing­un­um eins og smá­um jarðskjálft­um. „Ég velti því fyr­ir mér hvort það sé í lagi með hús­in,“ seg­ir íbú­inn. „Við héld­um að þessu væri lokið. Fólk er að labba hérna um á göngu­stíg­un­um.“ Hún seg­ir að áður en sprengt sé heyr­ist viðvör­un­ar­hljóð – „slitr­ótt píp“ – og svo fylg­ir höggið í kjöl­farið.

Spreng­ing­arn­ar eru til þess að losa klöpp í Vatns­enda­hvarfi en fram­kvæmd­in teng­ist lagn­ingu Arn­ar­nes­veg­ar. Þessi kafli fram­kvæmd­anna hófst í haust en fram­kvæmd­araðilar tjáðu íbú­um þá að hon­um lyki um ára­mót. En hæðin skelf­ur enn. Spreng­ing­arn­ar héldu áfram í síðustu viku og munu halda áfram á næstu dög­um.

Lesa má meira um málið í Morg­un­blaðinu í dag

Heimild: Mbl.is