Home Fréttir Í fréttum Bjóða út endurgerð á hluta Vatnsstígs

Bjóða út endurgerð á hluta Vatnsstígs

21
0
Svona sjá hönnuðirnir fyrir sér að gatan muni líta út. Tryggja á aðgengi bíla að lóðum við götuna. Tölvumynd/Hnit/Landslag

Borg­ar­ráð hef­ur heim­ilað um­hverf­is- og skipu­lags­sviði að bjóða út fram­kvæmd­ir vegna end­ur­gerðar Vatns­stígs á milli Lauga­veg­ar og Hverf­is­götu. Gert er ráð fyr­ir að hefja fram­kvæmd­ir í mars næst­kom­andi og að þeim verði lokið í ág­úst 2025.

<>

Til stóð að bjóða verkið út síðastliðið haust en verk­hönn­un tók lengri tíma en gert var ráð fyr­ir. Því var ákveðið að fresta útboðinu.

Fram­kvæmd­in er sam­starfs­verk­efni með Veit­um. Heild­ar­kostnaðaráætl­un er 160 millj­ón­ir króna og þar af er hluti Reykja­vík­ur­borg­ar 100 m.kr.

Fram­kvæmd­in felst í end­ur­gerð götu og veitu­kerfa á Vatns­stíg milli Lauga­veg­ar og Hverf­is­götu. Um er að ræða upp­rif og förg­un á nú­ver­andi yf­ir­borði, los­un klapp­ar, jarðvegs­skipti, lagn­ingu frá­veitu-, vatns- og hita­veitu­lagna, ásamt lagn­ingu raf- og ljós­leiðara­lagna.

Gat­an verður í framtíðinni hellu­lögð göngu­gata með snjó­bræðslu, gróðurbeðum og götu­gögn­um. Nýtt yf­ir­borð verður sams kon­ar og er á Lauga­vegi við Frakka­stíg. Frá­gang­ur teng­ist framtíðar­skipu­lagi og end­ur­gerð á Lauga­vegi.

Þótt Vatns­stíg­ur verði göngu­gata verður aðgengi bíla að lóðum tryggt.

Nán­ar má lesa um málið í laug­ar­dags­blaði Morg­un­blaðsins.

Heimild: Mbl.is