Home Fréttir Í fréttum Siglfirðingar uggandi yfir byggingu verslunarkjarna í miðbænum

Siglfirðingar uggandi yfir byggingu verslunarkjarna í miðbænum

20
0
Á þessari tölvuteikningu má sjá 1500 fermetra bygginguna, sem rís þar sem í dag er tjaldsvæði í miðbæ Siglufjarðar, ef af áformunum verður. Aðsent – T. Ark arkítektar

Bygging 1500 fermetra verslunarkjarna í miðbæ Siglufjarðar vekur misjöfn viðbrögð heimamanna. Sumir óttast að byggingin skemmi einstaka ásýnd miðbæjarins.

<>

Siglfirðingar eru ekki á eitt sáttir við áform um byggingu nýs verslunarkjarna. Sumir hafa kallað eftir íbúakosningu og segja bygginguna skipulagsslys, sem skyggi á brag miðbæjarins.

Sveitarfélagið féllst á að T. ark arkítektar fengju fyrir hönd Samkaupa og KSK eigna að breyta deiliskipulagi, til að byggja verslunarkjarna til að hýsa nýja verslun Samkaupa. Þar verða líka rými fyrir fleiri fyrirtæki.

Umsagnir í samráðsgátt eru heldur neikvæðar, en sumir sjá þó kosti við uppbygginguna.

Þar er talað um óafturkræf skipulagsslys, óásættanlega hugmynd. Þar er líka minnst á að mótstaða hafi verið um byggingu hótelsins sem sátt er um í dag. Og annar telur að uppbyggingin eigi eftir að auka lífsgæði íbúa.

Sveitarfélagið ítrekar að ekki sé búið að taka ákvörðun um skipulagið.

„Deiliskipulagið mun alltaf þurfa að taka mið af nærliggjandi byggð og að sjálfsögðu verður allt gert til að koma til móts við þær umsagnir sem borist hafa“, segir Arnar Þór Stefánsson, formaður skipulags- og umhverfisnefndar í Fjallabyggð.

Heimild: Ruv.is