Home Fréttir Í fréttum Múlaþing í hópi þeirra sveitarfélaga þar sem flestar íbúðir eru tómar

Múlaþing í hópi þeirra sveitarfélaga þar sem flestar íbúðir eru tómar

27
0
Mynd: Austurfrett.is

Múlaþing er í hópi þeirra sveitarfélaga þar sem flestar tómar íbúðir eru á landinu, samkvæmt nýrri úttekt Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar (HMS).

<>

HMS birti í desember í fyrsta sinn samantekt sína um tómar íbúðir á landsvísu. Þar kemur fram að tómar íbúðir í landinu séu 10.000, um 6,5% allra fullbúinna íbúa. Bætt er við að matið sé varfærið.

Flestar tómu íbúðirnar eru í Reykjavík, um 2.500 talsins en um 850 á Akureyri og 400 í Garðabæ. Þar á eftir kemur Múlaþing í hópi með Skagafiðri, Borgarbyggð, Árborg og Garðabæ með rúmlega 400 tómar íbúðir.

Í korti sem fylgir samantektinni má sjá að almennt er hærra hlutfall tómra íbúða á landsbyggðinni en höfuðborgarsvæðinu. Gefnar eru upp tölur fyrir Múlaþing, þar sem 15% íbúða eru tómar og í Fjarðabyggð með 13%. Á Vopnafiðri er yfir 10% íbúða tómar en undir því í Fljótsdal. Múlaþing er því líka í hópi þeirra sveitarfélaga þar sem flestar íbúðir eru tómar, sé horft til sveitarfélaga með að minnsta kosti 1.500 íbúðir.

Dæmi eru hins vegar um sveitarfélög eins og Skaftárhrepp, Norðurþing, Árneshrepp, Dalabyggð, Kaldrananeshrepp, Reykhólahrepp og Eyja- og Miklaholtshrepp þar sem 30-40% íbúða standa auðar. Lægst er hlutfallið í Reykjanesbæ þar sem innan við 0,5% íbúða eru auðar.

Heimild: Austurfrett.is