Home Fréttir Í fréttum Ráðuneytið verði gistihús

Ráðuneytið verði gistihús

37
0
Eigandinn áformar að breyta húsinu úr skrifstofubyggingu í gistihús. Þarna var utanríkisráðuneytið áður með starfsemi. Morgunblaðið/sisi

Skipu­lags­full­trúi Reykja­vík­ur hef­ur tekið já­kvætt í fyr­ir­spurn Alva fast­eigna ehf. um að breyta fast­eign­inni Rauðar­ár­stíg 27-29 í gisti­hús.

<>

Rauðar­ár­stíg­ur 27-29 er rauðbrúnt hús sem marg­ir kann­ast við. Ut­an­rík­is­ráðuneytið hafði hús­næðið á leigu en ráðuneytið hef­ur sem kunn­ugt er flutt starf­semi sína í nýja Lands­banka­húsið í miðborg­inni.

Eig­andi húss­ins sendi sum­arið 2023 er­indi til bygg­ing­ar­full­trúa Reykja­vík­ur þar sem sótt er um leyfi til að inn­rétta 18 íbúðir á 2.-4. hæð. Bygg­ing­ar­full­trú­inn sendi er­indið til skipu­lags­full­trúa og óskaði um­sagn­ar um það. Tók skipu­lags­full­trúi já­kvætt í það.

Nú hef­ur málið tekið aðra stefnu. Ekki voru send­ar inn teikn­ing­ar af íbúðum held­ur áform­ar eig­and­inn nú að inn­rétta gistiein­ing­ar í hús­inu.

Fyr­ir­spurn­in var tek­in til af­greiðslu á fundi skipu­lags­full­trúa. Fram kem­ur í um­sögn verk­efn­is­stjóra skipu­lags­full­trúa að húsið á lóð nr. 27-29 við Rauðar­ár­stíg sé veit­inga- og skrif­stofu­hús­næði á fjór­um hæðum byggt árið 1987 skv. fast­eigna­skrá.

Óskað er eft­ir af­stöðu skipu­lags­full­trúa til þess að fá að inn­rétta gisti­heim­ili eða hót­el á 2.-4. hæð. Að auki er óskað eft­ir því að fá að vera með veit­ing­a­rekst­ur í fremri hluta jarðhæðar en gist­i­rými í aft­ari hluta jarðhæðar­inn­ar.

Lesa má meira um málið í Morg­un­blaðinu í dag.

Heimild: Mbl.is