Home Fréttir Í fréttum Afturkalla ætti byggingarleyfið

Afturkalla ætti byggingarleyfið

41
0
Vöruhúsið við Álfabakka 2. Ljósmynd/Aðsend

Er­lend­ur Gísla­son, lögmaður sem gæt­ir hags­muna Bú­seta vegna vöru­húss­ins við Álfa­bakka 2, seg­ir aðal- og deili­skipu­lag ekki gera ráð fyr­ir kjötiðnaði eða öðrum iðnaði á svæðinu.

<>

Leiða megi rök að því að ann­mark­arn­ir við veit­ingu bygg­ing­ar­leyf­is­ins geri veit­ingu leyf­is­ins ógild­an­lega. Við þær aðstæður sé Reykja­vík­ur­borg heim­ilt að aft­ur­kalla leyfið á grund­velli stjórn­sýslu­laga.

Hann bend­ir á að fyr­ir­huguð starf­semi í hús­inu end­ur­spegli ekki þá starf­semi sem kveðið sé á um í aðal­skipu­lagi fyr­ir svæðið, þ.e. fjöl­breytta versl­un og starf­semi sem þjóna eigi heil­um borg­ar­hluta.

„Slík kúvend­ing án form­legr­ar breyt­ing­ar á skipu­lagi hlýt­ur að vekja spurn­ing­ar um lög­mæti bygg­ing­ar­inn­ar og fyr­ir­hugaðrar starf­semi í henni.“

Lesa má meira um málið í Morg­un­blaðinu í dag.

Heimild: Mbl.is