Home Í fréttum Framkvæmdir í gangi Útlit nýja spítalans er nú komið í ljós

Útlit nýja spítalans er nú komið í ljós

70
0
Horft á nýja meðferðarkjarnann frá aðalinngangi gamla Landspítalans við Hringbraut. Morgunblaðið/Baldur

Upp­setn­ingu út­veggja á nýj­um meðferðar­kjarna Land­spít­al­ans við Hring­braut er nær lokið. Fyr­ir vikið er end­an­legt út­lit hans komið í ljós.

<>

Gunn­ar Svavars­son, fram­kvæmda­stjóri Nýs Land­spít­ala ohf., seg­ir vinnu við upp­setn­ingu út­veggja­ein­ing­anna hafa haf­ist 1. des­em­ber 2023. Hinn 10. des­em­ber síðastliðinn hafi orðið þau tíma­mót að út­veggja­ein­ing núm­er 4.000 var sett upp.

Litáíski út­veggja­verktak­inn Staticus sér um hönn­un, fram­leiðslu og upp­setn­ingu á út­veggj­um meðferðar­kjarn­ans.

„Upp­setn­ing­in er á áætl­un en ljúka átti verk­inu fyr­ir ára­mót­in. Því er nær lokið en eins og oft vill verða eru inn­ans­leikj­ur fram und­an í janú­ar. Þegar mest var voru um 80 starfs­menn frá fyr­ir­tæk­inu við verkið. Við erum því búin að loka hús­inu og erum að fara að hefja vinnu við inn­an­húss­frá­gang á 5. og 6. hæðinni,“ seg­ir Gunn­ar um stöðu verks­ins.

Nán­ari um­fjöll­un er að finna í Morg­un­blaðinu í fyrradag.

Heimild: Mbl.is