Home Fréttir Í fréttum Jarðarskjálftahrina reyndist vera hönnunargalli

Jarðarskjálftahrina reyndist vera hönnunargalli

69
0
Inga Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra og formaður Flokks fólksins. Morgunblaðið/Árni Sæberg

Inga Sæ­land, fé­lags- og hús­næðismálaráðherra og formaður Flokks fólks­ins, seg­ir að í stjórn­ar­mynd­un­ar­viðræðunum hafi henni brugðið við það sem hún hélt vera jarðskjálfta en reynd­ist síðan vera hönn­un­ar­galli á Smiðju, nýrri bygg­ingu Alþing­is.

<>

Þessu grein­ir Inga frá í ára­móta­grein sinni sem birt­ist í Morg­un­blaðinu í dag.

Hún seg­ir að hönn­un­ar­gall­inn valdi því að fund­ar­her­berg­in á fimmtu hæð titri í hvert sinn sem stræt­is­vagn­ar eða önn­ur stór öku­tæki aka yfir hraðahindr­un­ina í Von­ar­stræti fram­an við bygg­ing­una.

„Til gam­ans má geta þess að titr­ing­ur þessi olli tölu­verðum áhyggj­um þegar Volodimír Selenskí Úkraínu­for­seti heim­sótti Ísland og fundaði með ut­an­rík­is­mála­nefnd þings­ins í sama fund­ar­her­bergi. Ekki er öll vit­leys­an eins.“

Inga set­ur þetta í sam­hengi við að frétt­ir sem sér­fræðing­ar fjár­málaráðuneyt­is­ins báru þeim „voru ekki í nein­um takti við dig­ur­barka­leg­ar yf­ir­lýs­ing­ar frá­far­andi rík­is­stjórn­ar um hið góða bú“.

„Af­komu­horf­ur rík­is­sjóðs eru verri en áætlað var og ekki er út­lit fyr­ir að jafn­vægi ná­ist í rík­is­bú­skapn­um á næstu árum nema með boðaðri ráðdeild og styrkri stjórn nýrr­ar rík­is­stjórn­ar.“

Inga seg­ir það fyrsta verk rík­is­stjórn­ar­inn­ar að ná stöðug­leika í efna­hags­lífi og stuðla að lækk­un vaxta.

Grein­ina má lesa í heild sinni í Morg­un­blaðinu í dag.

Heimild: Mbl.is