Home Fréttir Í fréttum Segir íbúðir Valsmanna auka á umferðarvandann

Segir íbúðir Valsmanna auka á umferðarvandann

71
0
Fyrirhuguð byggð Valsmanna á Hlíðarenda.

Ólafur Kr. Guðmundsson, varaformaður Félags íslenskra bifreiðaeigenda og varamaður í umhverfis- og skipulagsráði Reykjavíkurborgar, segir að framkvæmdir Valsmanna hf. við Hlíðarenda muni auka á umferðarvanda borgarinnar.

<>

Til stendur að byggja yfir 800 íbúðir á svæðinu. Ólafur segir að engin áform séu uppi um að breyta umferðarkerfinu vegna þessa. „Þetta verður eins og lítil varta þarna í Vatnsmýrinni. Bústaðavegurinn er stíflaður á morgnana og síðdegis nú þegar. Það sama er að segja um Miklubrautina. Þetta verður bara algjör viðbót við háskólann og annað sem þarna er og eykur bara á vandann,“ segir hann.

Heimild: Dv.is