Home Fréttir Í fréttum Áform um að stækka Skógasafn

Áform um að stækka Skógasafn

16
0
Safnið á Skógum er á stóru svæði og þar eru m.a. hús sem eru fulltrúar fyrir húsagerð fyrr á öldum. mbl.is/Sigurður Bogi

Áform eru um að reisa nýtt hús við Skóga­safn und­ir Eyja­fjöll­um, Þórðar­stofu, þar sem minn­ingu Þórðar Tóm­as­son­ar, stofn­anda og fyrsta safn­v­arðar Byggðasafns­ins á Skóg­um, verður haldið á loft.

<>

Einnig er áformað reisa nýja skemmu við Skóga­safn sem gæti nýst bæði til sýn­inga í tengsl­um við sam­göngusafn og sem geymsla fyr­ir safn­muni.

„Þórður ólst upp í Vallna­túni und­ir Eyja­fjöll­um, ekki langt frá Skóg­um, og bjó, eins og marg­ir á þeim tíma, fyrst í torf­bæ en á fjórða ára­tug síðustu ald­ar var byrjað að byggja þar stein­steypt íbúðar­hús eft­ir staðlaðri rík­is­teikn­ingu.

Þetta voru ein­föld steypt hús, rúm­lega 55 fer­metr­ar að stærð. Hug­mynd­in er að byggja þannig hús, bæði til að heiðra ævi­starf Þórðar við safnið og einnig til að gera sög­unni skil varðandi hí­býli þess tíma því þetta eru hús sem taka í raun við af torf­bæj­um,“ seg­ir Tóm­as Birg­ir Magnús­son, stjórn­ar­formaður Skóga­safns og syst­ur­son­ur Þórðar.

Gamla húsið í Vallna­túni verður fyr­ir­mynd að Þórðar­stofu. mbl.is

Tóku við skjala­safni Þórðar
Byggðasafnið á Skóg­um var stofnað árið 1949 að frum­kvæði Þórðar Tóm­as­son­ar og fyrsta sýn­ing­in fyr­ir al­menn­ing var í Skóga­skóla sem tók til starfa það ár.

Safnið hef­ur stækkað mikið á síðustu ára­tug­um og auk byggðasafns­ins er þar nú m.a. rekið sam­göngusafn, húsa­safn og héraðsskjala­safn, safn­versl­un og kaffi­hús.

Sam­göngusafnið, sem opnað var form­lega árið 2002, hef­ur stækkað hratt og þarf nú meira rými. Á síðasta ári fékk Skóga­safn arf eft­ir Hinrik Thor­ar­en­sen, sem var mik­ill áhugamaður um forn­bíla.

Hann arf­leiddi safnið að öll­um forn­bíl­um sín­um, bæði upp­gerðum og óupp­gerðum, vara­hlut­um og geymslu­hús­næði við Esju­mela sem nú er í sölu­ferli.

Tóm­as Birg­ir Magnús­son og Þórður Tóm­as­son. Sam­sett mynd

Hóf ung­ur að safna
Þórður Tóm­as­son lést árið 2022, á 101. ald­ursári. Árið 2019 gerði Skóga­safn samn­ing við hann um varðveislu á skjöl­um og bók­um sem voru í hans einka­safni og eins að það yrði reist Þórðar­stofa í minn­ingu hans þar sem hans ævi­starfi væri haldið á lofti og mun­ir tengd­ust hon­um.

Þórður hóf þegar um ferm­ingu að safna ýms­um mun­um og heim­ild­um um mann­líf og sögu á Suður­landi og skrifaði fjölda bóka um það efni og sam­kvæmt sam­komu­lag­inu verða þess­ar frum­heim­ild­ir varðveitt­ar á veg­um safns­ins og gerðar aðgengi­leg­ar.

Um­fjöll­un­ina má lesa í heild sinni í Morg­un­blaðinu í gær.

Heimild: Mbl.is