Home Fréttir Í fréttum Telja sig ekki hafa lögsögu

Telja sig ekki hafa lögsögu

25
0
Breyta á húsinu áður en sendiherrann flytur þangað inn. mbl.is/sisi

Úrsk­urðar­nefnd um­hverf­is- og auðlinda­mála hef­ur vísað frá kæru vegna fyr­ir­hugaðra fram­kvæmda við fast­eign­ina Sól­valla­götu 14 í Reykja­vík sem ætlað er að verða heim­ili banda­ríska sendi­herr­ans á Íslandi.

<>

Þar sem um væri að ræða sendi­ráðsbygg­ingu taldi nefnd­in sig ekki hafa lög­sögu í mál­inu með hliðsjón af svo­nefnd­um Vín­ar­samn­ingi.

Á sín­um tíma var mik­il óánægja með áformin hjá ná­grönn­um og sendu um 80 manns inn at­huga­semd­ir.

Ná­granni Sól­valla­götu 14 kærði þá ákvörðun bygg­ing­ar­full­trúa að samþykkja á fundi þann 9. júlí 2024 bygg­ing­ar­leyfi fyr­ir breyt­ing­um á húsi og lóð Sól­valla­götu sem m.a. fólu í sér ný­bygg­ingu ofan á bíl­skúr við lóðarmörk og upp­setn­ingu ör­ygg­is­girðinga á steypta veggi á lóðarmörk­um. Farið var fram á að leyfi fyr­ir þess­um fram­kvæmd­um yrði fellt úr gildi.

Í máls­rök­um Reykja­vík­ur­borg­ar kem­ur m.a. fram að ekki sé búið að gefa út bygg­ing­ar­leyfi fyr­ir fram­kvæmd­un­um. Bygg­ing­ar­full­trúi hafi ein­ung­is samþykkt bygg­ingaráform. Slík­ir ann­mark­ar á kröfu­gerð ættu að leiða til frá­vís­un­ar.

Nán­ari um­fjöll­un er að finna í Morg­un­blaðinu í gær.

Heimild: Mbl.is