Home Fréttir Í fréttum „Keldnaland býður upp á ný tækifæri“

„Keldnaland býður upp á ný tækifæri“

82
0
Mynd: Betri samgöngur ohf

Áform um uppbyggingu að Keldum og Keldnaholti eru hluti af Samgöngusáttmálanum. Keldnaland er 117 hektara landsvæði í Reykjavík sem lengi hefur staðið til að nýta til uppbyggingar en vinningstillögur í samkeppni Reykjavíkurborgar og Betri samgangna um skipulag þess voru kynntar í haust. Kristín Kalmansdóttir framkvæmdastjóri Keldna, Tilraunastöðvar HÍ í meinafræði, segir að nýtt blandað íbúða- og atvinnuhverfi í Keldnalandi muni ekki hafa mikil áhrif á núverandi starfsemi, heldur þvert á móti bjóða upp á ýmis ný tækifæri.

<>
Mynd: Betri samgöngur ohf

Þetta kemur fram í Bændablaðinu. Í umfjölluninni er tekið fram að Keldur verði áfram á sínum stað en að væntingar séu um að stækka megi og byggja frekar upp aðstöðu sem vaxandi þörf er fyrir.

Tilraunastöð Háskóla Íslands í meinafræði sem starfsrækt er að Keldum á sér langa og merkilega sögu. Meira en áttatíu ár eru síðan ríkið keypti jörðina Keldur í Mosfellssveit með öllum mannvirkjum árið 1941. Tilraunastöðin að Keldum tók svo til starfa árið 1948 og síðan hafa þar verið unnar mikilvægar rannsóknir á dýrasjúkdómum. Á miðjum níunda áratug síðustu aldar fór hluti af landinu sem tilheyrði Tilraunastöðinni undir byggðina í Grafarvogshverfi.

Mynd: Betri samgöngur ohf

Næsta skref er nú tekið með uppbyggingu Keldnalands þar sem rísa mun nýtt spennandi nútímahverfi með blandaðri byggð íbúða og starfa. Hverfið verður grænt, fjölbreytt og hannað út frá tilkomu Borgarlínunnar sem liggja mun um landið endilangt með þremur stöðvum í Keldnalandi.

Heimild: Betri samgöngur ohf /Keldnaland