Home Fréttir Í fréttum Selja parhús úr Grindavík á 5 milljónir

Selja parhús úr Grindavík á 5 milljónir

15
0
Húsið stendur við Lóuhlið 1-3. Ljósmynd/Aðsend

Efn­isveit­an miðlar nú til sölu eist­nesk­um timb­urein­inga­hús­um sem aldrei hef­ur verið búið í. Hús­in voru byggð í Grinda­vík og ný­kom­in í sölu þegar ham­far­irn­ar urðu í Grinda­vík. Kom þá í ljós að það reynd­ist vera sprunga und­ir sökkli húss­ins.

<>

Um er að ræða par­hús og er hvert hús 130 fer­metr­ar að stærð með þrem svefn­her­bergj­um. Kaup­verð eru 5 millj­ón­ir, hvort hús um sig, gegn því að það verði hlutað niður og sótt.

„Það er nátt­úru­lega gríðarleg sóun að rífa þetta niður og selja úr þessu án þess að byggja það upp að nýju og við erum því fengn­ir í það að leita að góðum aðilum sem sjá sér hag í að taka þetta niður á sóma­sam­leg­an hátt þannig að allt gangi snurðulaust og það fari ekk­ert að fjúka eða neitt svo­leiðis,“ seg­ir Hugi Hreiðars­son, ann­ar eig­anda Efn­isveit­unn­ar, í sam­tali við mbl.is

Tals­verð eft­ir­spurn
Húsið fór á sölu fyr­ir fá­ein­um dög­um og hef­ur Efn­isveit­an fengið þó nokkr­ar fyr­ir­spurn­ir um húsið síðan. Hugi seg­ir að það skipti miklu máli að kaup­andi húss­ins kunni hand­tök­in í að taka niður og byggja upp hús og ekki skemm­ir fyr­ir hafi hann reynslu af slíku verki.

Eins og fyrr seg­ir er um par­hús að ræða en Hugi seg­ir að ekki sé skylda að þau séu byggð aft­ur sam­an.

Efn­isveit­an hef­ur í nokk­ur ár miðlað hús­um og fleiri mun­um til sölu en þetta er í fyrsta sinn sem þau miðla áfram ein­inga­húsi og jafn­framt fyrsta hús­inu frá Grinda­vík.

Heimild: Mbl.is