Home Fréttir Í fréttum Miklar framkvæmdir fram undan á Grundartanga

Miklar framkvæmdir fram undan á Grundartanga

69
0
Grundartangi Stórt súrálsskip liggur við Tangabakka. Endurbætur verða gerðar á baksvæði bakkans á næsta ári. Ljósmynd/Faxaflóahafnir

Faxa­flóa­hafn­ir áforma mikl­ar fram­kvæmd­ir á Grund­ar­tanga í Hval­f­irði á næsta ári. End­ur­bæt­ur verða gerðar á baksvæði Tanga­bakka og út­bú­in ný flæðigryfja fyr­ir ker­brot.

<>

Tanga­bakki er aðal­hafn­ar­bakk­inn á Grund­ar­tanga og sá lengsti, 620 metr­ar.

Inga Rut Hjalta­dótt­ir, sviðsstjóri fram­kvæmda­sviðs Faxa­flóa­hafna, seg­ir að svæðið sem nú stend­ur til að lag­færa sé hluti af upp­haf­legu baksvæði bakk­ans. Það hafi aldrei verið frá­gengið að fullu þótt það hafi verið nýtt bæði sem farm­svæði og geymslu­svæði.

Hingað til hafi svæðið verið ófrá­gengið með malar­yf­ir­borði. Á síðasta ári hafi svæðið verið hækkað með burðarefni.

Betra og skil­virk­ara

„Með þess­ari fram­kvæmd, sem felst í yf­ir­borðsfrá­gangi, mal­bik­un og lýs­ingu, verður svæðið mun betra og skil­virk­ara og verður nýtt sem farm­svæði fyr­ir stóriðju­fyr­ir­tæk­in á Grund­ar­tanga,“ seg­ir Inga Rut.

Til­boð í verkið voru opnuð 26. nóv­em­ber sl. Alls bár­ust níu til­boð og voru þau öll und­ir kostnaðaráætl­un, sem hljóðaði upp á tæp­ar 497 millj­ón­ir króna. Lægsta til­boðið kom frá Þrótti ehf., Akra­nesi. Var það 362 millj­ón­ir, sem eru 73% af kostnaðaráætl­un.

Verið er að yf­ir­fara til­boðin og í fram­haldi af því verður farið í að semja við verk­taka. Fram­kvæmd­ir eiga að hefjast á næstu vik­um og á að vera lokið á vor­mánuðum.

Gerð flæðigryfj­unn­ar er sam­eig­in­legt verk­efni Norðuráls, Elkem og Faxa­flóa­hafna. Það verða iðju­ver­in sem munu greiða stærsta hluta fram­kvæmda­kostnaðar, að sögn Ingu Rut­ar.

300-350 flutn­inga­skip á hverju ári

Nýja flæðigryfjan verður út­bú­in vest­an við nú­ver­andi gryfju, sem er að fyll­ast. Til­boð í verkið voru opnuð 21. októ­ber. Alls bár­ust 11 til­boð og voru þau öll yfir kostnaðaráætl­un, sem var 358 millj­ón­ir króna. Lægsta til­boðið áttu Berg verk­tak­ar ehf., Mos­fells­bæ, 362 millj­ón­ir króna.

Magnið sem fer í flæðigryfj­ur ár hvert er mis­mikið, eða á bil­inu 3-6.000 tonn frá Elkem og 10-14.000 tonn frá Norðuráli. Sam­tals er því um að ræða 13.000-19.000 tonn sem fara í flæðigryfj­ur ár hvert.

Höfn­in á Grund­ar­tanga er ein sú stærsta á land­inu. Þangað koma 300-350 flutn­inga­skip á hverju ári og lesta og losa vör­ur. Höfn­in er rek­in af Faxa­flóa­höfn­um.

Nán­ar er fjallað um málið í Morg­un­blaðinu í gær.

Heimild: Mbl.is