Home Fréttir Í fréttum Opnun útboðs: Foss­vogs­brú (BL170) – land­fyll­ingar

Opnun útboðs: Foss­vogs­brú (BL170) – land­fyll­ingar

22
0

Vegagerðin býður hér með út gerð landfyllinga og sjóvarna vegna nýbyggingar brúar yfir Fossvog. Verkið er hluti af 1. lotu Borgarlínu og uppbyggingu fyrir þróunarsvæði í Skerjafirði.

<>

Gera skal landfyllingar báðum megin Fossvogs. Reykjavíkurmegin felur verkið í sér gerð um 2 ha landfyllingar og 740 m sjóvarna utan við núverandi strandlínu frá Skerjafirði í norðvestri að Kýrhamri í norðaustri.

Á Kársnesi felur verkið í sér gerð um 0,3 ha landfyllingar utan við núverandi strandlínu með 220 m af nýrri sjóvörn ásamt um 0,4 ha fyllingum á landi. Verkið er samstarfsverkefni Vegagerðarinnar, Reykjavíkurborgar og Kópavogsbæjar.

Heimild: Vegagerdin.is