HMS, Samtök iðnaðarins og Danish Technological Institue boða til fræðslufundar um byggingarvörur þann 17 desember nk. kl. 13:00 í Borgartún 21, Reykjavík. Að fundi loknum verður boðið upp á léttar veitingar. Fundinum verður einnig streymt á vefsíðu HMS.
Sérfræðingar HMS fjalla m.a. um verkefni sem hafa verið í brennidepli í ár, annars vegar eftirlit með gluggum og hins vegar fræðsluáætlun um meðferð byggingarvara.
Einnig verður farið yfir ábyrgðarhlutverk fagaðila, þ.e. hönnuða, verktaka og framleiðenda og söluaðila byggingarvara.
Sérfræðingar frá Teknologisk Institut í Danmörku munu segja frá stofnuninni og prófunum á byggingarvörum sem þeir framkvæma.
Um er að ræða sannkallaðan jólafund þar sem byggingarvörur verða í forgrunni.
Byggingarvörur – tækifæri til einföldunar – Skráning
Dagskrá:
Hlutverk og skyldur framleiðenda byggingarvara, hönnuða og verktaka
Þórunn Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri sviðs mannvirkja- og sjálfbærni
Fræðslupakki um meðferð byggingarvara
Eyþór Bjarki Sigurbjörnsson, sérfræðingar á sviði mannvirkja og sjálfbærni
Markaðseftirlit – gluggar
Þórhallur Óskarsson, sérfræðingur á sviði brunavarna og markaðseftirlits
Teknologisk Institut (Tæknistofnun rannsókna og prófana)
Ole Bellen, markaðsstjóri og Anders Elbek, viðskiptastjóri
Söluaðili byggingarvara
Kjartan Long, sölustjóri glugga og hurða í BYKO.
Heimild: HMS.is