Home Fréttir Í fréttum Guðmundur Örn leiðir byggingu nýs Tækniskóla

Guðmundur Örn leiðir byggingu nýs Tækniskóla

60
0
Guðmundur Örn Óskarsson. Ljósmynd/Aðsend

Stjórn Skóla­stræt­is ehf. hef­ur ráðið Guðmund Örn Óskars­son í starf fram­kvæmda­stjóra fé­lags­ins.

<>

Skóla­stræti er fé­lag í eigu Tækni­skól­ans, skóla at­vinnu­lífs­ins, að því er seg­ir í til­kynn­ingu.

Guðmund­ur Örn er með meist­ara­gráðu í iðnaðar- og rekstr­ar­verk­fræði frá Ála­borg­ar­há­skóla og á að baki fjöl­breytt­an starfs­fer­il sem stjórn­andi í at­vinnu­líf­inu. Hann hef­ur sinnt ráðgjafa­störf­um síðastliðið ár en leiddi rekstr­arsvið Control­ant í gegn­um gríðarleg­an vöxt á tím­um heims­far­ald­urs. Þá gegndi hann stöðu fram­kvæmda­stjóra upp­lýs­inga­tækni­sviðs hjá Al­vo­gen/​​Al­votech sam­stæðunni í 7 ár og þar áður 10 ár hjá Öss­uri/​​Emblu.

„Starf­semi Tækni­skól­ans er nú dreifð á níu mis­mun­andi bygg­ing­ar víðsveg­ar á höfuðborg­arsvæðinu. Með bygg­ingu nýs Tækni­skóla við Flens­borg­ar­höfn í Hafnar­f­irði er ætl­unin að sam­eina alla starf­semi skól­ans á ein­um stað, í framúrsk­ar­andi og nú­tíma­legu hús­næði, sem ætlað er að efla iðn-, starfs- og tækni­nám á Íslandi enn frek­ar. Áætlað er að fram­kvæmd­um verði lokið árið 2029,“ seg­ir enn frem­ur í til­kynn­ing­unni.

Heimild: Mbl.is