
Nú eru í gangi miklar framkvæmdir í FES. Bætt verður við gufuþurrku, eimingartækjum og forsjóðara. Þessar breytingar eiga að skila afkastaaukningu, þannig að verksmiðjan ætti að þessum breytingum loknum að geta tekið inn 1.300 – 1.500 tonn af hráefni á sólarhring.

Sá árangur yrði mikill stuðningur við verkefni Ísfélagsins, sérstaklega á þeim tíma sem vinnsla loðnuhrogna stendur yfir og í kolmunna.
Óskar Pétur Friðriksson tók meðfylgjandi myndir fyrr í vikunni þegar verið var að hífa búnað inn í verksmiðjuna.
Heimild: Eyjafrettir.is