Home Fréttir Í fréttum Staða og framtíð borgarlínu og samgöngusáttmála

Staða og framtíð borgarlínu og samgöngusáttmála

35
0
Meðal framkvæmda samgöngusáttmálans er Sæbrautarstokkur auk endurgerðar á nálægum gatnamótum við Bústaðarveg. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Hægt er að fylgj­ast með stöðu og framtíð fram­kvæmda sem tengj­ast borg­ar­línu og sam­göngusátt­mála höfuðborg­ar­svæðis­ins í nýrri vef­sjá sem ber heitið Verk­sjá. Í upp­lýs­ingagátt­inni er að finna upp­lýs­ing­ar um all­ar helstu fram­kvæmd­ir sem heyra und­ir sam­göngusátt­mál­ann. Þar á meðal yf­ir­lit­skort, staða fram­kvæmda, um­fang, áætluð verklok, mynd­efni og ýms­an ann­an fróðleik.

<>

Hef­ur stofn­vega­fram­kvæmd­um þar verið skipt upp í níu verk­efni og borg­ar­línu­verk­efn­inu í sex lot­ur, auk þess sem hægt er að sjá hvaða göngu- og hjóla­stíga er búið að leggja og hverj­ir eru eft­ir sam­kvæmt sam­komu­lag­inu.

Í gátt­inni má meðal ann­ars sjá að fram­kvæmd­um er þegar lokið við þrjár stofn­vega­fram­kvæmd­ir og lagn­ingu á 20 km af göngu- og hjóla­stíg­um.

Þetta eru:

  • Vest­ur­lands­veg­ur: Skar­hóla­braut-Hafra­vatns­veg­ur
  • Reykja­nes­braut: Kaldár­sels­veg­ur-Krýsu­vík­ur­veg­ur
  • Suður­lands­veg­ur: Bæj­ar­háls-Vest­ur­lands­veg­ur

Þá eru fram­kvæmd­ir hafn­ar við Arn­ar­nes­veg og teng­ingu hans við Breiðholts­braut og Rjúpna­veg, en áætlaður kostnaður við fram­kvæmd­ina er 8 millj­arðar.

Sæ­braut­ar­stokk­ur­inn næst­ur í röðinni

Þegar horft er til verkloka næstu verk­efna má sjá að gert er ráð fyr­ir að Sæ­braut­ar­stokk­ur verði kom­inn í gagnið árið 2030 og að áætlaður kostnaður við fram­kvæmd­ina sé 25,2 millj­arðar. Er sú fram­kvæmd enn í hönn­un.

Þá er gert ráð fyr­ir að gatna­mót Reykja­nes­braut­ar við Bú­staðar­veg fari í fram­kvæmd árið 2029 og klárist árið 2030, en áætlaður kostnaður þeirra er 2,5 millj­arðar. Mun þetta verk­efni hald­ast í hend­ur við Sæ­braut­ar­stokk vegna ná­lægðar verk­efn­anna. Frumdrög að þessu verk­efni eru kláruð og er hönn­un á upp­hafs­stig­um.

Kortið sýn­ir stofn­vega­fram­kvæmd­ir sam­kvæmt sam­göngusátt­mála höfuðborg­ar­svæðis­ins, bæði þær fram­kvæmd­ir sem lokið er við og þær sem eru fyr­ir­hugaðar eða nú þegar í fram­kvæmd. Kort/​Betri sam­göng­ur

Þar á eft­ir koma fram­kvæmd­ir við 900 metra kafla á Reykja­nes­braut frá Kaplakrika fram yfir hring­torgið við Lækj­ar­götu. Er verk­efnið enn í frumdrög­um, en gert er ráð fyr­ir verklok­um árið 2032 og að áætlaður kostnaður verk­efn­is­ins verði 10,1 millj­arður.

Síðustu tvö stofn­vega­verk­efn­in eru tvær stór­ar fram­kvæmd­ir, ann­ars veg­ar Mikla­braut í 2,8 km jarðgöng og hins veg­ar Garðabæj­ar­stokk­ur á Hafn­ar­fjarðar­vegi. Áætlað er að báðar fram­kvæmd­ir klárist árið 2040, en kostnaður við göng­in er 54,7 millj­arðar og við stokk­inn 12,8 millj­arðar.

Fyrsta lota borg­ar­línu

Þegar kem­ur að borg­ar­lín­unni hef­ur mikið verið talað um fyrstu lotu verk­efn­is­ins, en þar er áformað að borg­ar­lín­an fari 14,5 km leið, mest í sérrými, frá Hamra­borg, yfir nýja Foss­vogs­brú, gegn­um miðbæ Reykja­vík­ur, um Suður­lands­braut og upp í nýtt Voga­hverfi á Ártúns­höfða. Sam­hliða því verða lagðir um 18 km af hjóla- og göngu­stíg­um.

Áætluð verklok þessa verk­efn­is er árið 2031, en það helst í hend­ur við að klára Foss­vogs­brú, gerð Sæ­braut­ar­stokks og brýr yfir Elliðaár við Geirs­nef, auk stórra skiptistöðva við Hamra­borg, Land­spít­ala og Voga­byggð.

Borg­ar­línu verður skipt upp í sex lot­ur og má fylgj­ast með stöðu og fram­gangi hverr­ar lot­ur í vef­sjánni. Kort/​Betri sam­göng­ur

Ný­lega var kynnt ný um­hverf­is­mats­skýrsla fyr­ir fyrstu lotu borg­ar­línu, en verk­efnið er áfram á hönn­un­arstigi, sem og í deili­skipu­lags­vinnu.

Önnur og sjötta lota árin 2032 og 2033

Önnur lota borg­ar­línu er áformuð beint í kjöl­far fyrstu lotu og er í raun fram­leng­ing frá Hamra­borg niður í Smára- og Linda­hverfi í 3 km sérrými. Áætluð verklok fram­kvæmd­ar­inn­ar eru ári síðar, eða 2032, en enn er unnið að frumdrög­um á þess­ari lotu.

Næsta lota þar á eft­ir í tíma er svo lota sex, en í henni er gert ráð fyr­ir að leggja sérrými fyr­ir borg­ar­línu frá Ártúns­höfða í gegn­um Keldna­holt, Blikastaðaland og að Há­holti í Mos­fells­bæ. Þessi lota er líka í frumdrög­um, en gert er ráð fyr­ir að verk­efn­inu ljúki árið 2033. Helst það vænt­an­lega í hend­ur við upp­bygg­ingu bæði í Keldna­landi og Blikastaðalandi.

Gert er ráð fyr­ir að fyrsta lota borg­ar­línu verði klár árið 2031. Þessi teikn­ing er í nýrri um­hverf­is­mats­skýrslu sem kynnt var í skipu­lags­gátt í nóv­em­ber. Teikn­ing/​Artelia/​Moe/​Gott­lieb Palu­dan Architects/​Yrki/​Hnit

Þar næst kem­ur svo fimmta lota, en það er fram­hald frá Ártúns­höfða í gegn­um Grafar­vog. Áætlað er að fram­kvæmd­um ljúki árið 2036, en vinna við frumdrög eru á upp­hafs­stig­um.

Síðustu tvær lot­urn­ar 2040

Verklok síðustu tveggja áfang­anna eru áætluð árið 2040, en það eru lota þrjú og fjög­ur. Lota þrjú nær frá BSÍ eft­ir Miklu­braut og svo frá Voga­byggð eft­ir Reykja­nes­braut að Mjódd, sam­tals um 6,3 km í sérrými.

Í lotu fjög­ur er horft til að leggja sérrými frá miðbæ Hafn­ar­fjarðar í gegn­um Garðabæ og upp í Hamra­borg og áfram Kringlu­mýr­ar­braut og tengj­ast inn fyrri lot­ur á Miklu­braut og Suður­lands­braut. Sam­tals 9,5 km leið. Helst þetta í hend­ur við gerð Garðabæj­ar­stokks.

Sam­tals á að leggja 100 km af göngu- og hjóla­stíg­um sam­kvæmt sátt­mál­an­um, en þegar hafa um 20 km verið lagðir. Kort/​Betri sam­göng­ur

Göngu- og hjóla­stíga­fram­kvæmd­um er aðeins skipt upp eft­ir þeim sem er lokið og þeim sem er ólokið, en sem fyrr seg­ir er um 20 km lagn­ingu lokið og um 80 km eft­ir. Meðal stærstu verk­efna þar má meðal ann­ars nefna tví­teng­ingu bæði að vest­an og aust­an frá Hafnar­f­irði inn í Kópa­vog og stíga meðfram borg­ar­línu.

Leggja á sam­tals 100 km af göngu- og hjóla­stíg­um sam­kvæmt sam­komu­lag­inu. Teikn­ing/​Artelia/​Moe/​Gott­lieb Palu­dan Architects/​Yrki/​Hnit

Heimild: Mbl.is