Home Fréttir Í fréttum Nýr leikskóli rís í Hamranesi

Nýr leikskóli rís í Hamranesi

49
0
Kristján Kristjánsson verkfræðingur VSB verkfræðistofa, Goði Ingvar Sveinsson verkefnastjóri JT verk, Sigurður Haraldsson sviðsstjóri hjá Hafnarfjarðarbæ, Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri og Ævar Sveinsson yfirverkefnastjóri Þarfaþings. Mynd: Hafnarfjarðarbær

Framkvæmdum við nýjan leikskóla, Áshamar í Hamranesi, miðar vel áfram og stefnir allt í að áfangaskil í desember og verklok í febrúar standist. Byggingareiningar leikskólans bárust nýverið til landsins. 13 af 42 einingum eru komnar á staðinn og stefnt er á að klára uppsetningu í síðasta lagi á mánudag.

<>

Einingarnar koma fullbúnar með veggjum, gólfi og þaki og þeim raðað saman teikningum samkvæmt. Stefnt er að opnum leikskólans í febrúar 2025 og þá eiga hús, hluti lóðar og bílastæði að vera tilbúin.

Leikskólinn opnar í upphafi nýs árs
Framkvæmdum við nýjan leikskóla, Áshamar í Hamranesi, miðar vel áfram og stefnir allt í að áfangaskil í desember og verklok í febrúar standist. Byggingareiningar leikskólans bárust nýverið til landsins. 13 af 42 einingum eru komnar á staðinn og stefnt er á að klára uppsetningu í síðasta lagi á mánudag.

Einingarnar koma fullbúnar með veggjum, gólfi og þaki og þeim raðað saman teikningum samkvæmt. Stefnt er að opnum leikskólans í febrúar 2025 og þá eiga hús, hluti lóðar og bílastæði að vera tilbúin.

„Við ákváðum að fara nýjar leiðir í uppbyggingu leikskólans bæði með hagkvæmni að leiðarljósi og til að svara ákalli um fleiri leikskólapláss í hverfinu hraðar. Leikskólar í nærliggjandi hverfum hafa náð að anna eftirspurn en nú glittir í opnun á fyrri leikskólanum af tveimur í þessu nýjasta hverfi bæjarins, Hamranesi,“ segir Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri. „Það stefnir allt í að við getum tekið á móti yngstu íbúum Hamraness inn í hverfisleikskóla fljótlega eftir áramótin“.

Mynd: Hafnarfjarðarbær

Hagkvæmar og nýjar lausnir
Leikskólinn er byggður upp með Modules timbureiningum sem settar eru saman í verksmiðju við bestu aðstæður. Leikskólinn verður á einni hæð í L-laga formi um eitt miðsvæði sem mun halda utan um starfsemina og leikskólalóðina auk þess að mynda skjól. Það var í desember 2023 sem Hafnarfjarðarbær óskaði eftir tilboðum í hönnun og byggingu á sex deilda leikskóla við Áshamar 9 í Hamraneshverfi í Hafnarfirði, samtals um 1.200 m2.

Um alútboð var að ræða og bjóðendur beðnir um að vinna samkeppnistillögur að húsnæði fyrir nýja leikskóla. Sjö tilboð bárust og samþykkt að taka tilboði Þarfaþings hf. Hugmynd Þarfaþings þótti afar stílhrein, heimasvæðin björt, litrík og aðlaðandi, aðkomuleiðir greinilegar og góð tenging milli allra svæða.

Þarfaþing byggir og fullgerir húsnæðið án lóðar og bílastæða. Grafa og grjót sá um jarðvinnu vegna bílastæða og húss og uppbyggingu lóðar við leikskólann. Fyrirtækið Landslag sá um hönnun lóðar og bílastæða. Viðmið um verklok eru enn í febrúar 2025, með áfangaskilum 19. desember 2024.

Hamranesið fyllist og innviðir eflast
Hamranes er 25 hektara nýbyggingarsvæði sunnan Skarðshlíðarhverfis og Vallahverfis í Hafnarfirði. Framkvæmdir við lóðir í Hamranesi hófust í upphafi árs 2021. Í hverfinu munu rísa um 1.900 íbúðir þegar uppi er staðið og er áætlaður íbúafjöldi um 4.750.

Í hverfinu er gert ráð fyrir tveggja hliðstæðu grunnskóla með fjögurra deilda leikskóla, Hamranesskóla. Hafnarfjarðarbær er með það verkefni í alútboði. Auk 6 deilda leikskólans sem er í byggingu mun þarna einnig rísa hjúkrunarheimili.

Samanlagt er áætlað að íbúafjöldi Hamraness og Skarðshlíðarhverfis verði rúmlega 6.000 í um 2.500 íbúðum. Í Vallahverfi sem stendur næst þessum hverfum búa rétt rúmlega 5.700 íbúar í dag. Þannig er gert ráð fyrir tvöföldun á heildarfjöldi íbúa á þessu svæði sunnan Reykjanesbrautar yst í Hafnarfirði.

Heimild: Hafnarfjarðarbær