Home Fréttir Í fréttum Kakkalakkar og veggjalús í sókn

Kakkalakkar og veggjalús í sókn

35
0
Amerískur kakkalakki. Wikipedia – Gary Alpert

Erfitt getur reynst að ráða niðurlögum kakkalakka á Íslandi. Meindýraeyðir segir kakkalakka og veggjalýs vera í sókn á Íslandi.

<>

Steinar Smári Guðbergsson, meindýraeyðir, segir kakkalakka alltaf hafa verið á Íslandi. Pöddurnar hafa fundist í auknum mæli, meðal annars vegna fjölgunar ferðamanna.

Hann segir veggjalýs vera stærra vandamál en kakkalakka.

Mikilvægt að skoða vel ofan í ferðatöskur
Steinar Smári segir mikilvægt að skoða vel ofan í ferðatöskur áður en haldið er heim úr ferðalögum. Hann segir kakkalakka halda sig aðallega í eldhúsum og baðherbergjum.

„Þegar þú ert að pakka saman snyrtidóti eða einhverju tannburstanum eða einhverju inn á baði. Hugsaðu þá út í budduna eða töskuna sem þú ert að pakka, að það sé ekkert í því þegar þú pakkar,“ segir Steinar Smári.

Hann segir kakkalakka vera víða komna inn í lagnir, sérstaklega í gömlum húsum. Erfitt getur verið að eitra fyrir þeim því dýrin mynda ónæmi fyrir eiturefnum.

Veggjalús.
– Wikipedia

Veggjalús vaxandi vandamál
Steinar segir veggjalús stærra vandamál en kakkalakka. Í fyrra var hann að fara einu sinni í viku í útkall en þeim hefur fjölgað í fimm til sjö á viku.

Hann mælir með því að fólk hendi rúmum sínum, frekar en að setja þau í frost, þegar veggjalús finnst.

„Að hreinsa þetta það getur verið að það þurfi að henda rúminu. Vegna þess að reynslan, eins og þú segir, það er stundum alveg svakalega erfitt að ná pöddunum úr rúmbotninum sérstaklega.“

Heimild: Ruv.is