Home Fréttir Í fréttum Sjö af 160 íbúðum seldust

Sjö af 160 íbúðum seldust

28
0
Hlíðarhorn á Hlíðarenda. mbl.is/Baldur

Sam­tals sjö íbúðir af 160 hafa selst á sex þétt­ing­ar­reit­um í Reykja­vík síðan í byrj­un síðasta mánaðar. Raun­ar hef­ur eng­in íbúð selst á þrem­ur þess­ara reita.

<>

Meðal þeirra er Snorra­braut 62, 35 íbúða fjöl­býl­is­hús sem reist var við hlið Blóðbank­ans.

Krist­inn Geirs­son, fram­kvæmda­stjóri fé­lags­ins sem byggði húsið, seg­ir að vegna dræmr­ar sölu hafi íbúðirn­ar verið tekn­ar úr sölu.

„Við kláruðum að selja ódýr­ustu íbúðirn­ar og svo dó þetta. Við höf­um sett nán­ast all­ar íbúðirn­ar í leigu og erum hætt­ir að spá í þetta af því að dýr­ari íbúðirn­ar selj­ast ekki. Það er von­laust að reyna það,“ seg­ir Krist­inn um gang­inn á markaðnum.

Beðið eft­ir vaxta­lækk­un
Gunn­ar Sverr­ir Harðar­son, lög­gilt­ur fast­eigna­sali hjá fast­eigna­söl­unni Remax, seg­ir búið að selja 24 af 84 íbúðum á Granda­torgi í Vest­ur­bæ Reykja­vík­ur síðan sal­an hófst um miðjan ág­úst. Það telj­ist gott miðað við aðstæður á markaði.

„Það bíða all­ir eft­ir vaxta­lækk­un og kosn­ing­um. Svo myndi ég halda að það færðist fjör í leik­inn á nýju ári,“ seg­ir Gunn­ar Sverr­ir um stöðuna.

Lesa má meira um málið í Morg­un­blaðinu í gær.

Heimild: Mbl.is