Home Fréttir Í fréttum Enginn bruna­hani við eggja­bú

Enginn bruna­hani við eggja­bú

39
0
RÚV / Þorsteinn Magnússon/RÚV

Um sex þúsund fuglar drápust í eldsvoða í eggjabúinu Nesbúi í Vogum á Vatnsleysuströnd aðfaranótt sunnudags. Slökkvilið Brunavarna Suðurnesja kallaði til tankbíl frá Slökkviliði Grindavíkur til að hafa nægilegt vatn við slökkvistörf en enginn brunahani er nálægt eggjabúinu.

<>

Varðstjóri hjá Brunavörnum Suðurnesja segir að ekki sé skylda að hafa brunahana í dreifbýli. Því þurfi að grípa til annarra ráðstafana þegar eldur kemur upp fjarri byggð. Hann segir eldvarnarfulltrúa meta hvort gera þurfi ráðstafanir til að tryggja betur öryggi og aðgang að vatni.

Heimild: Ruv.is