Home Fréttir Í fréttum Krónan byggir á Hvolsvelli

Krónan byggir á Hvolsvelli

86
0
Fremst til vinstri er þjónustustöð N1 en ráðgert er að nýtt verslunarhús verði á auða reitnum þar vestan við; það er ofar á myndinni. Í dag er verslunin Krónan í grænleita húsinu sem er norðan Suðurlandsvegar. mbl.is/Sigurður Bogi

Krón­an og Yrk­ir, fast­eigna­fé­lag Festi, eru nú í viðræðum við sveit­ar­stjórn Rangárþing eystra um að hefja á næstu miss­er­um bygg­ingu versl­un­ar­húss á Hvols­velli.

<>

„Mik­ill upp­gang­ur hef­ur verið á Hvols­velli und­an­far­in ár, íbú­um hef­ur fjölgað og sveit­ar­stjórn­ar­fólk vinn­ur að skipu­lags­mál­um með það fyr­ir aug­um að staður­inn dragi enn fleiri að. Hvolsvöll­ur er í al­fara­leið,“ seg­ir Guðrún Aðal­steins­dótt­ir fram­kvæmda­stjóri Krón­unn­ar í sam­tali við Morg­un­blaðið.

Guðrún Aðal­steins­dótt­ir er fram­kvæmda­stjóri Krón­unn­ar. mbl.is/Á​rni Sæ­berg

Nú­ver­andi versl­un­ar­hús Krón­unn­ar á Hvols­velli er komið til ára sinna og á álags­tím­um er þar stund­um þröng á þingi, seg­ir Guðrún. Upp­bygg­ing­una seg­ir hún hugsaða í nokkr­um áföng­um en auk stækk­un­ar fyr­ir Krón­una er ætl­un­in einnig að byggja rými af mis­mun­andi stærðum fyr­ir fjöl­breytta starf­semi aðra, svo sem búðir, veit­ingastað og fleira.

„Þarna á að vera hægt að nálg­ast allt sem þarf á ein­um stað, sem eyk­ur þæg­indi og fjöl­breytni fyr­ir bæði íbúa og ferðamenn,“ seg­ir Guðrún.

Nán­ar má lesa um málið í Morg­un­blaðinu í dag, laug­ar­dag.

Heimild: Mbl.is