Home Fréttir Í fréttum Blokkaríbúð í Kópavogi seld á 270 milljónir

Blokkaríbúð í Kópavogi seld á 270 milljónir

84
0
Lúxusblokkin við Naustavör 66 í Kópavogi er fallega hönnuð.

Við Nausta­vör 66 er verið að reisa lúx­us­blokk al­veg við sjó­inn. Mik­il út­landa­stemn­ing rík­ir þarna við Foss­vog­inn en í hverf­inu eru báta­bryggj­ur og baðlón og stutt í alla þjón­ustu og líka út á stofn­braut­ir fyr­ir þá sem eru ekki að bíða eft­ir Borg­ar­lín­unni.

<>

Í lúx­us­blokk­inni við Nausta­vör 66 eru 11 íbúðir og eru nokkr­ar til sölu á fast­eigna­vef mbl.is. Það vek­ur at­hygli að báðar pent­hou­se-íbúðirn­ar í hús­inu, báðar efstu hæðirn­ar, eru seld­ar.

Sú dýr­ari var seld á 270.000.000 kr. Íbúðin er 199,2 fm að stærð og af­hend­ist með inn­rétt­ing­um en þó án gól­f­efna nema á vot­rým­um. Kaup­end­ur íbúðar­inn­ar eru Ásgeir H Þor­varðar­son og Geirþrúður Sól­veig Hrafns­dótt­ir. Þau festu kaup á íbúðinni 24. sept­em­ber og verður íbúðin af­hent í mars en lúx­us­blokk­in er enn þá í bygg­ingu. Íbúðina keyptu þau af bygg­ing­ar­fé­lagi Gylfa og Gunn­ars.

Gunn­ar Páll Krist­ins­son arki­tekt hjá Rými teiknaði blokk­ina.

Hin pent­hou­se-íbúðin er 172,1 fm að stærð og var hún seld á 184.900.000 kr. Kaup­end­ur eru Jón­as Jónas­son og Alda Harðardótt­ir.

Á fast­eigna­vef mbl.is má sjá hinar íbúðirn­ar sem eru óseld­ar: Nausta­vör 66

Heimild: Mbl.is