Home Fréttir Í fréttum Ísafjarðarbær: Framkvæmdir fyrir 1,7 milljarða kr. á næsta ári

Ísafjarðarbær: Framkvæmdir fyrir 1,7 milljarða kr. á næsta ári

73
0
Skemmtiferðaskip við Sundabakka. Mynd: Kristinn H. Gunnarss

Í framlagðri fjárhagsáætlun fyrir Ísafjarðarbæ er gert ráð fyrir framkvæmdum fyrir 1.714 m.kr. á næsta ári. Þar af greiði Isafjarðarbær 980 m.kr. en aðrir aðilar, einkum ríkið greiði 734 m.kr.

<>

Stærsta framkvæmdin er við ofanflóðamannvirki á Flateyri, en gert er ráð fyrir að kostnaður verði 500 m.kr. á næsta ári. Ofanflóðasjóður greiði þar af 450 m.kr.

Til hafnaframkvæmda er áætlað að verja 670 m.kr. og af þeirri upphæð komi 150 m.kr. frá ríkinu.

Framkvæmdir við Ísafjarðarhöfn eru áætlaðar 458 m.kr. Þar er meðal annars áformað að bæta við göngustígum og lýsingu við Norðurtanga, nýtt gámaplan, farþegamiðstöð og sölubása fyrir ferðamenn.

Á Suðureyri eru framkvæmdir á áætlun fyrir 62 m.kr. og ræikið greiði þar af 37,5 m.kr. Á Þingeyri er áætlað að framkvæma fyrir 150 m.kr. og endurgreiðsla ríkisins verður 112,5 m.kr.

Í fráveituframkvæmdir eru settar 101 m.kr. og endurgreiðslur verða 41 m.kr. Í vatnsveituframkvæmdir eru settar 60 m.kr.

Framkvæmdir við þjónustuíbúðir verða fyrir 40 m.kr. en tekjur, væntanlega af sölu íbúða, eru áætlaðar 93 m.kr.

Til íþrottamannvirkja er varið 50,5 m.kr., skólamannvirkja 60 m.kr. og 108 m.kr. í þjónustuhúsnæði. Til gatnakerfis verður varið 88 m.kr. og tekjur af gatnagerðargjöldum eru áætlaðar 50 m.kr. Til bifreiða, véla og tækja verður varið 58,5 m.kr.

Bæjarstjórn vísaði áætluninni til síðari umræðu sem mun fara fram í byrjun desember.

Heimild: BB.is