Ásbjörn Jónsson, sviðsstjóri framkvæmdasviðs hjá Nýjum Landspítala ohf., segir fyrirhugaðan innanhússfrágang við nýjan Landspítala munu verða stærsta verkefnið af því tagi á Íslandi.
„Þótt það beri mikið á uppsteypunni er hún ekki sérlega mannaflafrek. Það sem er mannaflafrekt í þessu er allur innanhússfrágangurinn en við gerum ráð fyrir að hér verði 600-700 manns að störfum á hápunkti framkvæmdanna,“ segir Ásbjörn.
Fjallað er um uppbyggingu meðferðarkjarnans og nálægra bygginga í Morgunblaðinu í dag en byggingarnar eru samtals um 120 þúsund fermetrar.
Áformað er að ljúka uppsetningu útveggja á meðferðarkjarnanum í febrúar og taka nýtt bílastæðahús við Hringbraut í notkun á fyrri hluta næsta árs.
Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag.
Heimild: Mbl.is