Home Fréttir Í fréttum Guð­jón og Kristinn Þór nýir sviðs­stjórar hjá VSB

Guð­jón og Kristinn Þór nýir sviðs­stjórar hjá VSB

120
0
Kristinn Þór Garðarsson og Guðjón Magnússon.

Guðjón Magnússon og Kristinn Þór Garðarsson tóku nýlega við sem sviðsstjórar hjá VSB verkfræðistofu.

<>

Í tilkynningu segir að Guðjón hafi tekið við sem sviðsstjóri byggingasviðs en hann hafi starfað hjá VSB frá árinu 2015 sem burðarvirkjahönnuður og verkefnastjóri undanfarin ár.

„Hann starfaði hjá Cowi í Dan­mörku í sex ár þar á und­an sem sérfræðingur í hönnun vindmylluundirstaða. Guðjón er byggingarverkfræðingur að mennt og út­skrifaðist frá Dan­marks Tekn­iske Uni­versitet árið 2008. Hann er í sambúð með Karenu Arnarsdóttur, viðskiptafræðingi, og á fjóra drengi.

Kristinn Þór hefur tekið við sem sviðsstjóri byggðatæknisviðs en hann hefur unnið hjá VSB frá árinu 2014 og hefur starfað sem fagstjóri mælinga og verkefnastjóri undanfarin ár. Kristinn er byggingartæknifræðingur að mennt og útskrifaðist frá Háskólanum í Reykjavík árið 2011. Hann er giftur Söndru Karen Káradóttur, hjúkrunarfræðingi, og á þrjú börn.

VSB verkfræðistofa er rót­gróið hafn­firskt fyr­ir­tæki sem stofnað var árið 1987 og sinn­ir fjöl­breyttri verk­fræði- og ráðgjafaþjón­ustu,“ segir í tilkynningunni.

Heimild: Visir.is