Home Fréttir Í fréttum Jarð­göng undir Miklu­braut heppi­legri en stokkur

Jarð­göng undir Miklu­braut heppi­legri en stokkur

84
0
Tölvugerð mynd af jarðgangatengingum að og frá Kringlumýrarbraut.

Frumdragaskýrsla um Miklubraut í stokk eða jarðgöng er komin út.

<>

Í skýrslunni er skoðað að setja Miklubraut í rúmlega 1,8 km langan stokk frá Snorrabraut að Kringlu eða jarðgöng milli Snorrabrautar og austur fyrir Grensásveg sem yrðu þá 2,8 km löng. Niðurstaðan er sú að jarðgöng eru hagkvæmari lausn en stokkur og mælt er með því að taka þau áfram á forhönnunarstig.

Í vinnu við frumdrög, sem er fyrsta stig hönnunar, voru sérstaklega til skoðunar tvær aðallausnir fyrir gatnakerfi Miklubrautar milli Snorrabrautar og Grensásvegar, annars vegar að setja Miklubraut í stokk og hins vegar að gera jarðgöng undir Miklubraut.

Í báðum tilvikum er vesturendi stokks/jarðganga á sama stað, eða rétt vestan Snorrabrautar en í austri endar stokkurinn við Kringluna, en jarðgöngin við Grensásveg.

Fjölmargir kostir voru skoðaðir áður en tveir valkostir fyrir stokk og tveir fyrir jarðgöng voru valdir til nánari greiningar. Í frumdragaskýrslunni er farið yfir umrædda valkosti.

Tölvugerð mynd af jarðgangatengingum að og frá Kringlumýrarbraut.
Tölvugerð mynd af jarðgangamunna í austurenda Miklubrautarganga.

Meira umferðaröryggi og minna rask fyrir borgarbúa

Í skýrslunni kemur fram að meiri ávinningur fæst af því að setja Miklubraut í jarðgöng samanborið við stokk. Snýr það einna helst að meiri ávinningi í umferðaröryggi, tafir bílaumferðar á framkvæmdatíma eru sömuleiðis mun minni fyrir jarðgöng en stokk.

Ljóst er að það yrði mun meira og flóknara rask á framkvæmdatíma stokks en jarðganga en framkvæmdatíminn er metinn um 4-5 ár á þessu stigi.

Aðkoma að húsum sunnan Miklubrautar frá Rauðarárstíg að Stakkahlíð yrði erfið við byggingu stokks. Fyrir jarðgöngin verður nær eingöngu rask á yfirborði við munna þeirra og þarf þá að hliðra til umferð á þeim stöðum. Munnarnir eru ekki nálægt íbúðarhúsum og verður því lítil truflun á aðkomu að húsum.

Heimild: Vegagerdin.is