Fimm sveitarfélög byggðu í takt við þörf í fyrra og eru þrjú á áætlun í ár.
Íbúðauppbygging í flestum sveitarfélögum í ár og í fyrra hefur verið undir áætlaðri íbúðaþörf í húsnæðisáætlunum sveitarfélaganna, samkvæmt nýbirtri mánaðarskýrslu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar.
Einungis fimm af fjórtán sveitarfélögum sem áætluðu mestu íbúðafjölgunina byggðu í takt við áætlaða þörf í fyrra.
Þetta voru Garðabær, Hafnarfjörður, Árborg, Ölfus og Akraneskaupstaður.
Þá eru einungis þrjú sveitarfélög búin að byggja í samræmi við vænta íbúðaþörf þessa árs, en það eru Garðabær, Árborg og Akraneskaupstaður.
„Töluvert vantar upp á hjá flestum hinna sveitarfélaganna svo að byggt verði í samræmi við vænta íbúðaþörf í ár samkvæmt húsnæðisáætlunum sveitarfélaganna,“ segir í mánaðarskýrslu HMS.
Heimild: Vb.is