Home Fréttir Í fréttum Klasi áformar að reisa 70-80 íbúðir og atvinnuhúsnæði við Smáralind

Klasi áformar að reisa 70-80 íbúðir og atvinnuhúsnæði við Smáralind

107
0
Tölvuteikning af Silfursmára 12.

Fast­eignaþró­un­ar­fé­lagið Klasi hef­ur kynnt hug­mynd­ir að upp­bygg­ingu á svæðinu milli Smára­byggðar og Smáralind­ar.

<>

Rætt er um 70-80 íbúðir, sem eru álíka marg­ar íbúðir og á Hafn­ar­torgi í Reykja­vík, og 12-14 þúsund fer­metra af at­vinnu­hús­næði, en til sam­an­b­urðar er Norðurt­urn­inn um 18 þúsund fer­metr­ar.

Rætt er við Ingva Jónas­son fram­kvæmda­stjóra Klasa í ViðskiptaMogg­an­um í dag.

Silf­ursmári 12 í bygg­ingu. mbl.is/​Karítas

Hann seg­ir mörg fyr­ir­tæki áhuga­söm um að flytja í nýtt skrif­stofu­hús­næði við Smáralind.

Búið er að selja 636 íbúðir í Smára­byggð og eru aðeins 22 íbúðir óseld­ar. Reikna má með að íbúðasal­an nemi um 54 millj­örðum kr. á sex árum.

Heimild: Mbl.is