Home Fréttir Í fréttum Stefna á 800 íbúðir á Ásbrú

Stefna á 800 íbúðir á Ásbrú

77
0
Stefnt er að átta hundruð íbúðum á Ásbrú. RÚV – Ragnar Visage

Reykjanesbær og fjármálaráðherra ætla að undirrita samkomulag um meiriháttar uppbyggingu á Ásbrú.

<>

Kadeco og Reykjanesbær hafa komist að samkomulagi sem felur í sér að byggðar verði átta hundruð íbúðir á Ásbrú auk uppbyggingu samfélagslegra innviða.

Í tilkynningu frá þróunarfélaginu Kadeco segir að eftirspurn eftir íbúðarhúsnæði á Suðurnesjum hafi aukist mikið og aðstæður á Ásbrú geri það að verkum að þar sé hægt að byggja hraðar upp íbúðarhverfi.

Samkomulagið verður undirritað af Sigurði Inga Jóhannssyni fjármálaráðherra og bæjarstjóra Reykjanesbæjar, Halldóru Fríðu Þorvaldsdóttur, á miðvikudaginn.

Heimild: Ruv.is