Home Fréttir Í fréttum Þungar áhyggjur af þéttingu í Grafarvogi

Þungar áhyggjur af þéttingu í Grafarvogi

130
0
Stórfelld uppbygging er áformuð í Keldnalandi sem leiða mun til nær tvöföldunar íbúafjölda í Grafarvogi, ásamt þéttingu byggðar mbl.is/Árni Sæberg

Fara ber var­lega í áform­um um þétt­ingu byggðar í Grafar­vogi og er sam­hljóm­ur um það í íbúaráði Grafar­vogs, enda hverfið skipu­lagt með það í huga að byggð sé sums staðar þétt en ann­ars staðar ekki og græn svæði víða að finna í hverf­inu.

<>

Þetta seg­ir Kjart­an Magnús­son borg­ar­full­trúi Sjálf­stæðis­flokks­ins, sem sæti á í íbúaráði hverf­is­ins.

Borg­ar­yf­ir­völd hafa uppi áform um stór­fellda þétt­ingu byggðar í hverf­inu með bygg­ingu um 500 íbúða á græn­um svæðum í Grafar­vogi og hafa fjöl­marg­ir íbú­ar hverf­is­ins lýst þung­um áhyggj­um sín­um vegna þess­ara áforma. Hald­inn var íbúa­fund­ur í hverf­inu á mánu­dags­kvöld þar sem það kom fram, að sögn Kjart­ans.

Óvönduð og ómark­viss vinnu­brögð

„Að mínu mati hafa vinnu­brögð borg­ar­inn­ar í mál­inu verið óvönduð og ómark­viss. Á það ekki síst við um það hvernig borg­ar­stjóri kynnti þétt­ingaráform sín í hverf­inu í byrj­un sum­ars með mikl­um bægslagangi og yf­ir­lýs­ing­um. Eðli­legra væri að byrja á sam­ráði við íbúa í slíkri vinnu,“ seg­ir Kjart­an í sam­tali við Morg­un­blaðið.

Hann seg­ir að full­trú­ar Sjálf­stæðis­flokks­ins í borg­ar­stjórn fagni áform­um um að til standi að ráðast í frek­ari upp­bygg­ingu í út­hverf­um borg­ar­inn­ar, þar sem innviðir þola aukna byggð.

„Ef vel er staðið að verki get­ur slík upp­bygg­ing styrkt hverf­in veru­lega og skapað skil­yrði fyr­ir auk­inni versl­un og þjón­ustu.

Það er þó al­gert skil­yrði að slíkt hús­næðisátak verði ekki þvingað fram á for­send­um ofurþétt­ing­ar held­ur út­fært í góðri sátt og með raun­veru­legu sam­ráði við íbúa viðkom­andi hverfa,“ seg­ir Kjart­an og tek­ur fram að varðandi Grafar­vogs­hverfið þurfi að taka ríkt til­lit til staðaranda hverf­is­ins og hags­muna íbú­anna, t.d. með því að ganga ekki á græn svæði sem mörg hver séu rót­gró­in og ein helsta ástæða þess að fólk hafi valið hverfið til bú­setu.

Nán­ar er fjallað um málið í Morg­un­blaðinu í gær.

Heimild: Mbl.is