Home Fréttir Í fréttum Yfirfara allan frágang eftir að drengur féll í brunn

Yfirfara allan frágang eftir að drengur féll í brunn

66
0
Örn Tryggvi Johnsen, verkefna- og rekstrarstjóri hjá verktakafyrirtækinu ÞG Verki. RÚV – Viðar Hákon Söruson

Verktakar ætla að yfirfara frágang við alla brunna á þeirra vegum í Urriðaholti eftir að tveggja ára drengur féll ofan í einn slíkan nærri heimili sínu fyrir helgi.

<>

Verktakar ætla að yfirfara frágang við alla brunna á þeirra vegum í Urriðaholti eftir að tveggja ára drengur féll ofan í einn slíkan nærri heimili sínu fyrir helgi. Drengurinn slapp ómeiddur, en kalla þurfti til slökkviliðs til að bjarga honum úr brunninum.

Örn Tryggvi Johnsen er verkefna- og rekstrarstjóri hjá verktakafyrirtækinu ÞG Verki, sem sá um byggingu íbúðanna árið 2017.

„Við sendum mannskap út í morgun til að fara yfir öll okkar verkefni og kortleggja hvar þarf að bregðast við,“ segir hann. „Nú erum við að fara yfir það með okkar pípulagningarmeistara hvort við séum að fara að fergja og fela brunnlokið eða skipta um og setja þyngri lok.“

Strax í morgun var skorið ofan af brunninum sem drengurinn féll ofan í og hann þannig styttur, fyllt upp í með möl og síðan tyrft yfir.

Aðsend

Urriðaholtið hefur risið hratt. Um tíu ár eru frá því að fyrstu íbúarnir fluttu inn. Þar búa nú um fjögur þúsund manns og mikið til barnafólk.

Raunar eru sjötíu prósent íbúa undir fertugu, samanborið við um helming landsmanna. Í hverfinu er fólk með barnavagna á hverju strái og börn að leik. En líka einstaklega mikið af brunnum, sem Örn segir helgast af því hve mikill halli er á landinu.

„Svona brunnar eru nauðsynlegir ýmist sem svokallaðir fallbrunnar til að taka upp hæðarmun eða til að veita þjónustuaðgengi að lögnum. Þetta eru ýmist drenlagnir eða frárennsli.“

Heimild: Ruv.is