Home Fréttir Í fréttum Stöðva framkvæmdir. Húsið mögulega ónýtt.

Stöðva framkvæmdir. Húsið mögulega ónýtt.

153
0
Framkvæmdir hófust í sumar. Skjáskot/RUV – Viðar Hákon Gíslason

Framkvæmdir við húsnæði leikskólans Laugasól í Reykjavík hafa verið stöðvaðar þar sem ástand hússins er verra en áætlað var í fyrstu.

<>

Endurbætur á húsnæði leikskólans Laugasól í Reykjavík hafa verið stöðvaðar þar sem ástand hússins er verra en áætlað var í fyrstu. Til skoðunar er að rífa húsið og byggja nýtt.

Endurbætur hófust í sumar. Til stóð að reisa viðbyggingu, stækka kjallara og fara í aðrar viðgerðir.

„Við nánari skoðun á byggingunni, jarðvegi og burði kemur í ljós að húsið er kannski ekki í því standi sem gert var ráð fyrir. Þetta er hús sem var byggt 1965. Það virðist vera að það sé ekki mikill burður í jarðveginum né heldur undirstöðunum.

Þannig að við sem betur fer sjáum þetta á þessum tímapunkti og erum að láta að gera ákveðna úttekt og eigum von á skýrslu í næstu viku um næstu skref,“ segir Ólöf Örvarsdóttir sviðsstjóri umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar.

Framkvæmdir hafa því verið stöðvaðar á meðan beðið er eftir úttektinni. Ólöf segir koma til greina að rífa húsið og byggja nýtt ef ekki verður hægt að halda framkvæmdum áfram. Ekki er búið að leggja mat á mögulegan kostnað.

Nærri 150 börn eru í leikskólanum. Framkvæmdirnar hafa þó ekki áhrif á öll börnin því hluti þeirra er í öðru húsnæði sem er á samtengdri lóð. Þá hefur leikskólinn fengið aðstöðu í bráðabirgðahúsnæði við Safamýri.

Heimild: Ruv.is