Home Fréttir Í fréttum Byggingarréttur hraðhleðslustöðvar í útboð

Byggingarréttur hraðhleðslustöðvar í útboð

89
0
Gert er ráð fyrir hraðhleðsluaðstöðunni á svæðinu sem guli ramminn afmarkar. Ljósmynd/Reykjavíkurborg

Reykja­vík­ur­borg hef­ur boðið til sölu bygg­ing­ar­rétt fyr­ir hraðhleðslu­stöð til þjón­ustu við á lóðinni Grjót­hálsi 2 við Vest­ur­lands­veg. Er þar gert ráð fyr­ir aðstöðu fyr­ir fimmtán bif­reiðar.

<>

„Lóðin er vel staðsett við Vest­ur­lands­veg með aðkomu frá Grjót­hálsi. Kvaðir á lóð koma fram í deili­skipu­lagi m.a. um að tryggja snyrti­leg­an frá­gang lóðar og gróður­belti til norðurs og aust­urs,“ seg­ir í aug­lýs­ingu borg­ar­inn­ar.

Eng­in hefðbund­in bíla­stæði

Enn frem­ur kem­ur það fram að við án­ing­arstaðinn skuli rekstr­araðili setja upp bekki og borð auk þess sem hon­um sé heim­ilt að hafa þar sjálfsala og minni hátt­ar skjól­veggi.

Góð lýs­ing á lóðinni er þá áskil­in auk þess sem all­ar merk­ing­ar og aug­lýs­ing­ar rekstr­araðila skuli vera á sjálf­um hleðslu­búnaðinum – ekki á sér­stök­um skilt­um eða öðrum merk­ing­um.

Biðstæði skuli vera á lóðinni sem rekstr­araðili út­færi sjálf­ur, en hefðbund­in bíla­stæði skuli þar eng­in sjást.

„Hleðslu­stæðin skulu opin al­menn­ingi óháð teg­und bif­reiða, en þó er ekki gerð krafa um aðra tengi­mögu­leika en CCS-2-tengi. Útboðsgögn með nán­ari upp­lýs­ing­um eru aðgengi­leg á vefn­um ut­bod.reykja­vik.is og þar er tekið við til­boðum en til­boðsfrest­ur renn­ur út á há­degi föstu­dag­inn 11. októ­ber.

Heimild: Mbl.is