Home Fréttir Í fréttum Staðan sé Íslandi til skammar

Staðan sé Íslandi til skammar

112
0
Félögin segja að mál er varða launaþjófnað og slæman aðbúnað verkafólks oft koma á borð félaganna. Ljósmynd/Steinunn Ásmundsdótti

Sjö verka­lýðsfé­lög hafa gefið frá sér yf­ir­lýs­ingu vegna þátt­ar Kveiks í gær­kvöldi sem fjallaði um misneyt­ingu og mögu­legt vinnum­an­sal á ís­lensk­um vinnu­markaði.

<>

Í yf­ir­lýs­ing­unni seg­ir að hið op­in­bera geri ekki nóg til að sporna við misneyt­ingu á vinnu­markaði og segja fé­lög­in stöðuna í þess­um mála­flokki vera Íslandi til skamm­ar.

„Mikið er um al­var­leg brot gagn­vart verka­fólki og er er­lent verka­fólk í sér­stak­lega viðkvæmri stöðu. Al­gengt er að laun og kjör séu und­ir lág­marks­kjör­um og of oft geng­ur erfiðlega að fá laun greidd,“ seg­ir í til­kynn­ing­unni.

Brot gegn húsa­leigu­lög­um al­geng
Ald­an stétt­ar­fé­lag, Bár­an stétt­ar­fé­lag, Verka­lýðsfé­lag Bol­ung­ar­vík­ur, Verka­lýðsfé­lag Snæ­fell­inga, Verka­lýðsfé­lag Suður­lands, Verka­lýðsfé­lag Sand­gerðis og Verka­lýðsfé­lag Vest­f­irðinga senda frá sér yf­ir­lýs­ing­una.

Fé­lög­in telja ástæðu til að árétta að mál af þeim toga sem fjallað var um í þætt­in­um varðandi launaþjófnað og slæm­an aðbúnað verka­fólks komi reglu­lega á borð fé­lag­anna.

„Brot gegn húsa­leigu­lög­um eru al­geng, oft eru vist­ar­ver­ur óboðleg­ar, gjald fyr­ir hús­næði óeðli­lega hátt og fram­koma gegn starfs­fólki slæm,“ seg­ir í til­kynn­ing­unni.

Vilja að eft­ir­litið sé hert
Þá segja fé­lög­in að eft­ir­lit af hálfu hins op­in­bera skorti veru­lega og að af­leiðing­ar af brot­um gegn rétt­ind­um launa­fólks séu af skorn­um skammti.

„Þá er rétt að árétta sér­stak­lega að líkt og fram kom í þætt­in­um gera op­in­ber­ir aðilar samn­inga við fyr­ir­tæki án þess að hafa nokkuð eft­ir­liti með kjör­um eða aðbúnaði starfs­fólks þess aðila sem samið er við.

Fé­lög­in skora á stjórn­völd að herða eft­ir­lit og setja vinnu og fjár­magn í þenn­an mála­flokk þegar í stað enda nú­ver­andi staða land­inu til skamm­ar.“

Heimild: Mbl.is