Home Fréttir Í fréttum „Óheyrilegar umferðartafir“ ræddar

„Óheyrilegar umferðartafir“ ræddar

61
0
Hringtorgið Reykjanesbraut/Lækjargata. Á háannatímum eru langar raðir ökutækja við torgið. mbl.is/sisi

Vega­gerðin er í sam­tali við Hafn­ar­fjarðarbæ um mögu­leg­ar út­færsl­ur á Reykja­nes­braut þar sem hún ligg­ur í gegn­um bæ­inn og hvort þær skili bættu um­ferðarflæði. Þetta seg­ir G. Pét­ur Matth­ías­son upp­lýs­inga­full­trúi stofn­un­ar­inn­ar.

<>

Um er að ræða minni­hátt­ar breyt­ing­ar á þessu stigi. Um­fangs­mikl­ar end­ur­bæt­ur eru ekki á dag­skrá á allra næstu árum. Í því sam­bandi hef­ur helst verið verið rætt um tvær lausn­ir, þ.e. að grafa jarðgöng und­ir Set­bergslandið og setja mis­læg gatna­mót við Kaplakrika. Þá hef­ur verið rætt um að setja Reykja­nes­braut í stokk.

Gríðarleg um­ferð alla daga

Gríðarleg um­ferð er á þess­um kafla veg­ar­ins alla daga árs­ins, enda fer öll um­ferð til og frá Kefla­vík­ur­flug­velli þar um. Dag­lega aka meira 50 þúsund öku­tæki að meðaltali eft­ir Reykja­nes­braut meðfram Set­berg­inu og ann­ar eins fjöldi ekur Reykja­nes­braut­ina úr Garðabæ.

Áform eru um stór­skipa­höfn í Straums­vík sem myndi hafa í för með sér tíðar ferðir flutn­inga­bíla. Mikl­ir um­ferðar­hnút­ar mynd­ast á þess­um kafla, sér­stak­lega á há­anna­tíma.

Hafn­f­irðing­ar hafa í gegn­um árin þrýst á sam­göngu­bæt­ur og bæj­ar­stjórn sent ákall til Alþing­is um að tryggja til þess fjár­magn í sam­göngu­áætlun.

Á fundi um­hverf­is- og fram­kvæmdaráðs Hafn­ar­fjarðar 4. sept­em­ber síðastliðinn var samþykkt að fela um­hverf­is- og skipu­lags­sviði bæj­ar­ins að fá óháðan ráðgjafa til að vinna til­lög­ur að bættu og ör­ugg­ara um­ferðarflæði við hring­torgið við Lækj­ar­götu til bráðabirgða eða þar til var­an­leg lausn á kafl­an­um frá Lækj­ar­götu að Álfta­nes­vegi verður að veru­leika.

Nán­ari um­fjöll­un er að finna í Morg­un­blaðinu sem kom út fimmtu­dag­inn 19. sept­em­ber.

Heimild: Mbl.is