Home Fréttir Í fréttum Rústirnar verða rifnar á næstunni

Rústirnar verða rifnar á næstunni

102
0
Rústir atvinnuhúsnæðisins sem um ræðir. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Það sem eft­ir stend­ur af bygg­ing­unni sem kviknaði í fyr­ir rúmu ári á Hval­eyr­ar­braut í Hafnar­f­irði verður lík­lega rifið á næstu dög­um eða vik­um að sögn Hild­ar Bjarna­dótt­ur bygg­ing­ar­full­trúa í Hafnar­f­irði.

<>

Eins og fram hef­ur komið hafa íbú­ar furðað sig á því að rúst­irn­ar standi enn, ásamt ýmsu drasli, svo nærri fjöl­mennri íbúa­byggð.

mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

„Því miður hef­ur þetta tekið svo­lítið lang­an tíma. Málið hef­ur verið flókið úr­lausn­ar þar sem þarna eru marg­ir eig­end­ur og nokk­ur bil sem ekki brunnu. Trygg­inga­mál eru ekki á borði bygg­ing­ar­full­trúa held­ur að tryggja ör­yggi og sjá til þess að bruna­rúst­ir valdi ekki frek­ara tjóni,“ sagði Hild­ur þegar blaðið for­vitnaðist um gang mála í gær.

Lesa má meira um málið í Morg­un­blaðinu í dag.

Heimild: Mbl.is