Home Fréttir Í fréttum Heilsuspillandi efni langt yfir mörkum

Heilsuspillandi efni langt yfir mörkum

47
0
Bandaríkjaher reisti mörg mannvirki á fjallinu og má enn sjá ummerki um þau. Ljósmynd/Umhverfisstofnun/Árni Geirsson

Um­hverf­is­stofn­un hef­ur að und­an­förnu rann­sakað magn PCB-meng­un­ar í eggj­um og sil­ungi á Heiðarfjalli og í Eiðis­vatni á sunn­an­verðu Langa­nesi og er niðurstaðna að vænta í haust.

<>

Mikið magn spilli­efna er á Heiðarfjalli en þar var starf­rækt rat­sjár- og fjar­skipta­stöð Banda­ríkja­hers á ár­un­um 1957-1970.

Rann­sókn norsku stofn­un­ar­inn­ar Norweg­i­an Geotechnical Institu­te (NGI), sem Um­hverf­is­stofn­un (UST) fékk til að fram­kvæma frum­rann­sókn á meng­un­inni á Heiðarfjalli í fyrra, leiddi í ljós að þrá­virka efnið PCB, blý, asbest og ol­íu­efni „eru til staðar í styrk langt um­fram viðmiðun­ar­mörk.

Meng­un­in er staðbund­in við svæðið í kring­um rat­sjár­stöðina og ruslahaug­inn við hana ásamt því að dreifast með grunn- og yf­ir­borðsvatni til suðurs,“ eins og sagði í frétt UST.

Fram­kvæmd­ir við hreins­un­ina geti haf­ist sum­arið 2025

Í kjöl­farið fór fram áhættumat sem sýndi m.a. að fisk­ur á svæðinu inni­held­ur PCB í magni langt um­fram þol­an­leg mörk dag­legr­ar neyslu.

Beðið er eft­ir niður­stöðum UST og eiga til­lög­ur að hreinsiaðgerðum á og við fjallið að liggja fyr­ir snemma á næsta ári að því er fram kom í skýrslu um­hverf­is-, orku- og lofts­lags­ráðherra um hreins­un Heiðarfjalls til Alþing­is í júní sl.

Gert er ráð fyr­ir að þá hefj­ist einnig útboð fyr­ir hreins­un­ina svo fram­kvæmd­ir geti haf­ist næsta sum­ar. Ljóst er að hreins­un get­ur orðið mjög um­fangs­mik­il og kostnaðar­söm.

Bíða með óþreyju

Sveit­ar­stjórn Langa­nes­byggðar og land­eig­end­ur hafa beðið með óþreyju eft­ir að fá svör og upp­lýs­ing­ar um mót­vægisaðgerðir vegna meng­un­ar­inn­ar á Heiðarfjalli og ekki síst að fá leiðbein­ing­ar til land­eig­enda um á hverju þeir mega eiga von varðandi sölu afurða, um veiði í vötn­um, hvar reka má fé á fjall o.fl.

Fól sveit­ar­stjórn sveit­ar­stjóra á fundi í júní að fylgja mál­inu fast eft­ir og krefja stofn­an­ir um svör við spurn­ing­um sem lagðar hafa verið fyr­ir Um­hverf­is­stofn­un og MAST.

Um­fjöll­un­ina má nálg­ast í Morg­un­blaðinu í dag.

Heimild: Mbl.is