Home Fréttir Í fréttum Samtengd göng í Hvalfirði tímabær

Samtengd göng í Hvalfirði tímabær

65
0

Uppfæra þarf viðbragðsáætlanir fyrir Hvalfjarðargöng og hrinda af stað áformum um ný samtengd göng, segir slökkviliðsstjórinn á höfuðborgarsvæðinu. Vegagerðin vinnur að því að rýna í gögn eftir rútubrunann skammt frá Vestfjarðagöngunum.

<>

Tímabært er að uppfæra viðbragðsáætlanir jarðganga í samræmi við áhættu, segir Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðsstjóri á höfuðborgarsvæðinu, í kjölfar rútubrunans skammt frá Vestfjarðagöngum um helgina.

Jón Viðar segir umferðarþungann í Hvalfjarðargöngum til að mynda vera orðinn miklu meiri en hönnunarforsendur gerðu ráð fyrir. Það sé tímabært að byggja önnur göng við hliðina á þeim, líkt og áform hafa verið um lengi.

Í október á síðasta ári kviknaði í fólksbíl í tvíbreiðum Hvalfjarðargöngunum.

Heimild: Ruv.is