Home Fréttir Í fréttum Tölvupóstarnir fóru „í svarthol“ í Borgartúni

Tölvupóstarnir fóru „í svarthol“ í Borgartúni

71
0
Umsjónarmaður húsnæðis hjá Laugarnesskóla segir borgina hafa skellt við skollaeyrum árum saman. Samsett mynd

Um­sjón­ar­maður hús­næðis Laug­ar­nesskóla til þrett­án ára lýs­ir því sem „þraut­ar­göngu“ og „slags­mál­um“ að reyna að fá borg­ar­yf­ir­völd til þess að sinna viðhaldi í skól­an­um. Hann seg­ir fulla ástæðu til að standa við bakið á þeim fjölda kenn­ara sem hafa þurft að hætta í skól­an­um vegna veik­inda.

<>

Sjálf­ur seg­ist hann hafa fundið fyr­ir ein­kenn­um sem voru þess eðlis að lækn­ir hans vildi að hann myndi hætta í starfi. Hann ákvað hins veg­ar að þrauka þar sem ein­ung­is lít­ill hluti starfsæv­inn­ar var eft­ir. Hann hætti í fyrra og seg­ist finna fyr­ir bættri líðan í kjöl­farið.

Eins og fram kom á mbl.is hafa tug­ir kenn­ara hætt í skól­an­um eða farið í veik­inda­leyfi á und­an­förn­um árum. Telja þeir að loft­vist inn­an­húss sé um að kenna og í skýrsl­um sem gerðar hafa verið um hús­næðið hef­ur ít­rekað komið fram myglu­vanda­mál í hús­næði skól­ans.

Hættu að svara hon­um
„Ég byrjaði árið 2010 og þá fór strax í gang þessi bar­átta um að hlut­irn­ir yrðu lagaðir. Þetta voru hlut­ir sem voru í ólagi þá og eru enn nú fjór­tán árum síðar. Glugg­arn­ir hafa míglekið all­an tím­ann,“ seg­ir Þór Wium, fyrr­ver­andi um­sjón­ar­maður fast­eigna í skól­an­um.

Hann seg­ist hafa „sleg­ist“ við borg­ina í nokk­ur ár áður en nokkr­ir glugg­ar voru lag­færðir 2014 eða 2015.

Þór Wium er fyrr­ver­andi um­sjón­ar­maður fast­eigna hjá Laug­ar­nesskóla. Ljós­mynd/​aðsend

„En þeir láku bara mikið meira árið á eft­ir. Þannig var ástandið til árs­ins 2019 þegar eitt­hvað var reynt að gera en lítið gengið. Málið er það að á skrif­stofu borg­ar­inn­ar í Borg­ar­túni, þegar ein­hverj­ir óþægi­leg­ir tölvu­póst­ar koma, þá fara þeir ofan í eitt­hvað svart­hol,“ seg­ir Þór.

Hann seg­ir að þrátt fyr­ir að hans hlut­verk hafi verið að huga að fast­eign­inni hafi borg­in ákveðið að hætta að svara um­leit­un­um hans eft­ir úr­bót­um á hús­næðinu.

„Það gerðist ekk­ert vik­um og mánuðum sam­an. Alltaf hélt áfram að leka. Stund­um komu menn frá hverf­ismiðstöðinni með kítt­issprautu en það gekk ekki neitt. Alltaf láku glugg­arn­ir. Eft­ir stór­rign­ing­ar kom maður gjarn­an inn í kennslu­stof­ur þar sem poll­ar voru á gólf­un­um,“ seg­ir Þór.

Vanda­mál ekki síst í ný­bygg­ingu
Vanda­málið er ekki síst í ný­bygg­ingu skól­ans sem byggð var 2004-2006 og helg­ast það að sögn Þórs af því að glugg­arn­ir þar voru rangt sett­ir í.

Hann seg­ir að ekk­ert hafi gerst í mál­inu fyrr en árið 2021 þegar nýr sviðsstjóri tók við hjá um­hverf­is- og skipu­lags­sviði. Þá var loks farið í heild­ar­út­tekt á hús­næðinu. Skýrsla Eflu sem kom út árið 2022 sýndi að ástand hús­næðis­ins var afar slæmt.

„Ég myndi halda að það sé dýr­ara að gera við hús­næðið en að byggja nýtt,“ seg­ir Þór en taka ber fram að hús­næðið er friðað af Minja­stofn­un.

Sí­fellt að hósta
Hann seg­ir að hann hafi orðið var við mikla veik­indatíðni í kenn­ara­hópn­um án þess að velta því mikið fyr­ir af hverju það stafaði. Fólk fór hins veg­ar að setja það í sterk­ara sam­hengi þegar svipuð mál komu upp í Foss­vogs­skóla.

„Það er af og frá að fólk hafi verið að gera sér upp veik­indi. Ég hef enga trú á því. Ég hjó eft­ir því, og það var mest áber­andi þegar fólk kom inn í morg­un­söng sem hefð er fyr­ir í Laug­ar­nesskóla, að um leið og fólk kom inn í sal­inn þá hóstaði fólk í sí­fellu. Fólk ger­ir sér ekki upp svo­leiðis lagað,“ seg­ir Þór.

Líður mun bet­ur
Að sögn Þórs fór hann sjálf­ur til of­næm­is­lækn­is eft­ir að hann kenndi sér meins í lung­um þegar hann fór inn í skól­ann.

„Hún vildi að ég myndi hætta en ég átti svo stutt eft­ir af starfsæv­inni, þannig að ég ákvað að klára þetta. Ég varð aldrei jafn veik­ur og sum­ir kenn­ar­ar en ég finn það núna eft­ir að ég hætti að mér líður bet­ur,“ seg­ir Þór.

Heimild: Mbl.is