Home Fréttir Í fréttum Jysk og Bónus tryggja sér pláss í Korputúni

Jysk og Bónus tryggja sér pláss í Korputúni

85
0
Frá vinstri: Björn Ingi Vilhjálmsson, framkvæmdastjóri JYSK á Íslandi, Þórarinn Ólafsson, framkvæmdastóri Lagerinn Iceland, Guðni Aðalsteinsson, forstjóri Reita, Regína Ásvaldsdóttir, bæjarstjóri Mosfellsbæjar, Birgir Þór Birgisson, framkvæmdastjóri þróunar hjá Reitum, og Björgvin Víkingsson, framkvæmdastjóri Bónuss. Ljósmynd/Rakel Rún

Vega­gerð er haf­in í nýju at­vinnu­hverfi sem mun rísa við Vest­ur­lands­veg á mörk­um Reykja­vík­ur og Mos­fells­bæj­ar.

<>

Svæðið til­heyr­ir Blikastaðalandi í Mos­fells­bæ þar sem fyr­ir­huguð er um­fangs­mik­il upp­bygg­ing nýs íbúðahverf­is.

Reit­ir fast­eigna­fé­lag er eig­andi þró­un­ar­svæðis­ins og fer fyr­ir upp­bygg­ing­unni. JYSK hef­ur und­ir­ritað vilja­yf­ir­lýs­ingu við Reiti um kaup á lóðum á svæðinu og Bón­us hef­ur und­ir­ritað vilja­yf­ir­lýs­ingu um nýtt versl­un­ar­hús­næði í hverf­inu und­ir rekst­ur mat­vöru­versl­un­ar, að því er kem­ur fram í til­kynn­ingu.

Korpu­tún er skipu­lagt út frá þörf­um fólks og nátt­úr­unn­ar en ekki síður út frá hefðbundn­um þátt­um, þar á meðal aðgengi, vöru­flutn­ing­um og sýni­leika. Sam­göngu­ás Borg­ar­línu mun liggja í gegn­um skipu­lags­svæðið með Borg­ar­línu­stöð við versl­un­ar­kjarna svæðis­ins.

For­svars­menn Bón­uss hafa lýst yfir vilja til þess að versl­un fé­lags­ins verði þar kjöl­festa til framtíðar. Í versl­un­ar­kjarn­an­um verða jafn­framt til leigu veit­inga­rými og hús­næði fyr­ir aðra hverf­is­versl­un og þjón­ustu.

Þá hef­ur lag­er­inn Ice­land, sem er móður­fé­lag JYSK á Íslandi, und­ir­ritað vilja­yf­ir­lýs­ingu við Reiti um kaup á lóðum þar sem gert er ráð fyr­ir ríf­lega 17 þúsund fer­metra bygg­ing­ar­magni.

Þar hyggst fé­lagið byggja nýj­ar höfuðstöðvar ásamt vöru­húsi og versl­un fyr­ir JYSK. Jafn­framt er gert ráð fyr­ir plássi fyr­ir aðrar versl­an­ir á lóðinni auk skrif­stofu- og þjón­ustu­rým­is, að því er seg­ir í til­kynn­ing­unni.

Reiknað er með að í hverf­inu verði bæði til­búið og klæðskerasniðið leigu­hús­næði í boði ásamt mögu­leika á að kaupa lóðir til upp­bygg­ing­ar.

„Höfuðborg­ar­svæðið er í mik­illi þróun, ekki síst í norður- og aust­ur­hluta þar sem m.a. mun rísa byggð í Blikastaðaland­inu og svo Keldna­holti þegar fram líða stund­ir. Þetta mun auka enn frek­ar þörf  fyr­ir versl­un og þjón­ustu á svæðinu. Korpu­tún leik­ur mik­il­vægt hlut­verk í þess­ari upp­bygg­ingu með blóm­legu at­vinnu­lífi í nýju og vönduðu hverfi enda verður nýja at­vinnu­hverfið gíf­ur­lega vel staðsett og býður mik­il tæki­færi fyr­ir ólíka aðila.

Á sama tíma erum við mjög stolt af því að Korpu­tún verði fyrsta at­vinnu­hverfið á landsvísu sem er skipu­lagt sam­kvæmt kröf­um BREEAM Comm­unities vist­vott­un­arstaðals­ins.

Við skipu­lag hverf­is­ins var lögð mik­il áhersla á að lág­marka rask á vatns­magni sem renn­ur í Korpu og unn­in var vönduð vist­stefna fyr­ir hverfið. Neðst í land­inu, ná­lægt Korpu, er fal­legt svæði með miklu dýra­lífi sem mik­il­vægt er að vernda,“ seg­ir Guðni Aðal­steins­son, for­stjóri Reita, í til­kynn­ing­unni.

Heimild: Mbl.is